Innlent

Tekur út þjónustugjöld hér og annars staðar á Norðurlöndum

MYND/GVA

Alþýðusamband Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja hafa ákveðið að efna til samstarfs um samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða annars staðar á Norðurlöndum. Eftir því sem segir á vef ASÍ hafa samtökin fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að sjá um verkefnið. Í fyrri áfanga verður lagt verður mat á helstu þjónustuliði, svokölluð þjónustugjöld en í síðari áfanga verður kannaður kostnaður vegna lántöku, uppgreiðslugjald og vaxtamunur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×