Innlent

Sveitarfélögin skulda meira en ríkið

Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta.

Fjármálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu viljayfirlýsingu í gær, sem meðal annars felur í sér að ríkissjóður mun tvöfalda framlag sitt í jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári og næsta, eða um 700 milljónir króna hvort ár. En fjármununum er varið till að jafna stöðu sveitarfélaganna.

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að almennt hafi sveitarstjórnarmenn verið ánægðir með hverning deilt er úr jöfnunarsjóðnum. Viðbótarframlögin komi sér vel fyrir þau sveitarfélög þar sem gjöld eru umfram tekjur og íbúum hefur fækkað.

Sveitarfélögin skulda samanlagt mun meira en ríkissjóður eða um 150 milljarða króna. En á landsráðstefnu sveitarfélaganna í dag var einnig áréttaður vilji sveitarfélaganna til að taka yfir fleiri verkefni, eins og málefni aldraðra og öryrkja.

Halldór segir sveitarfélögin vel ráða við þennan málaflokk, eins o´g hafi sýnt sig á Akureyri og á Höfn í Hornafirði, þar sem þetta hafi verið gert í tilraunaskyni. Þá þurfi fjármunir auðvitað að fylgja flutningi verkefnanna.

Halldór segir hins vegar að endurskoða þurfi tekjustofana sveitarfélaganna, og gefa þeim meiri hlutdeild í tekjum hins opinbera. Þar nefnir Halldór hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum sérstaklega, en í dag fá sveitarfélögin ekkert af fjármagnstekjuskatti íbúa sinna.

Seinnipartinn í dag var gengið frá skipun nefndar fulltrúa ríkis og sveitarfélaga, sem á að skoða hvernig flytja má verkfni frá ríki til sveitarfélaganna. Þá var almennt reiknað með að vel yrði tekið í tillögu um að flytja framhaldsskólana einig yfir, en byrja með því að gera tilraun með einn eða fleiri skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×