Innlent

Stofna starfshóp til að fara yfir fjármögnun Sundabrautar

Í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp með fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytis og Faxaflóahafna til að fara yfir hugmyndir Faxaflóahafna um fjármögnun Sundabrautar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hægt verði að flýta lagningu brautarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna telur að Sundabraut geti verið tilbúin innan þriggja til fimm ára.

Forsætisráðherra, samgönguráðherra og viðskiptaráðherra áttu fund í morgun með fulltrúum Faxaflóahafna vegna málsins.

Forsætisráðherra segir að skoðað verði hver er hagkvæmasta leiðin í þessum efnum fyrir ríkissjóð en mikil reynsla og þekking sé innan Faxaflóahafna, sem meðal annars séu aðaleigandi Hvalfjarðaganga.

Reiknað er með að fullkláruð kosti Sundabrautin 22 milljarða en Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að nú sé einnig stefnt að tvöföldun Hvalfjarðarganga og saman muni þessar framkvæmdir valda byltingu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×