Innlent

Íbúar fá að snúa til síns heima í Bolungarvík

Hættuástandi við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík vegna hugsanlegra snjóflóða hefur verið aflétt en húsin voru rýmd í gær vegna þess. Eftir því sem segir í frétt á Bæjarins besta hefur umferðartakmörkunum á norðanverðum Vestfjörðum einnig verið aflétt og umferð við hesthúsin í Hnífsdal og Bolungarvík er heimil án takmarkana. Þetta ákvað lögreglustjórinn á Vestfjörðum í samráði við Veðurstofu Íslands. Viðbúnaðarstig tekur við á öllu svæðinu en Veðurstofan mun áfram fylgjast með snjóalögum og snjóasöfnun og verður íbúum tilkynnt verði breyting á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×