Innlent

Varað við vatnsskemmdum á vegum í Borgarfirði

Vegagerðin varar við vatnsskemdum á hringveginum neðan við Svignaskarð í Borgarfirði og sömuleiðis í uppsveitum Borgarfjarðar. Skemmdirnar má rekja til vatnavaxta í umhleypingum síðustu daga og er viðgerð á vegarköflunum að hefjast og vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku og hálkublettir eru víða á sunnanverðum Vestfjörðum og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Eyrarfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×