Innlent

Kólastríð á Íslandi?

Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×