Fleiri fréttir

Lyfseðlafalsanir algengar

Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju.

Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE

Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur. Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum. Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. .

Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum.

Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast

Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri. Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston.

Þróunarsamvinna fær aukið vægi

Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi sem haldið verður í Norræna húsinu 23. mars næstkomandi. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum.

Býst við að þingi ljúki á laugardag

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt.

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð.

Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín

Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina

Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd.

Engin virk byggðastefna í landinu

Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst.

Datt á snjóbretti

Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans.

„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum.

Háskóli á Keflavíkurflugvelli: Sóknarlið í stað varnarliðsins

Undirrituð var í dag yfirlýsing um uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu . Stefnt er að því að hefja kennslu í haust og að innan sjö ára verði sautján hundruð manna byggð á staðnum. Í dag er ár síðan varnarliðið tilkynnti um brottför sína, en nú er sóknarliðið komið í þess stað, segir aðaldriffjöður verkefnisins.

Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu

Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert.

Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils

Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna.

Hætt við breytingu á auðlindaákvæði

Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu.

Fengu 15 milljónir afhentar í dag

Barnaspítali Hringsins fékk á síðasta ári að gjöf alls 300 milljónir króna til styrktar reksturs hágæslueiningar fyrir inniliggjandi börn. Gefendur eru Jóhannes Jónsson kaupmaður og börn hans, þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í dag fékk Barnaspítalinn afhentar 15 milljónir af upphæðinni.

Handtekinn með maríjúana

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Reykjavík í gær grunaður um fíkniefnamisferli. Ábending barst frá íbúa sem upplýsti um hugsanlega fíkniefnasölu í einu hverfa borgarinnar. Lögreglan kannaði málið strax og stöðvaði hinn meinta fíkniefnasala. Í fórum hans fannst talsvert magn af ætluðu maríjúana. Málið þykir gott dæmi um góðan árangur sem samvinna lögreglu og borgara getur leitt af sér.

Fimm handtekin vegna fíkniefna

Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austuborginni í gær eftir að meint fíkniefni fundust við húsleit í vistarverum þeirra. Talið er að um sé að ræða kókaín, neysluskammta af MDMA og maríjúana. Fólkið er allt á þrítugsaldri og hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins heldur áfram.

Skoðuðu jafnt gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og sekt

Jón H.B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar, mætti í yfirheyrslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna Baugsmálsins. Verjendur sakborninga höfðu mestan áhuga á að Jón upplýsti hvort að í allri rannsókninni hafi jafnt verið skoðuð gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og þau sem hugsanlega gætu sýnt fram á sekt.

Háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli

Stefnt er að eflingu alþjóðlegs háskólanáms hérlendis með stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Í dag var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð á flugvallasvæðinu. Meðal Samstarfsaðila að verkefninu eru Bláa Lónið, Geysir Green Energy ehf, Hitaveita Suðurnesja og Icelandair Group.

Aldrei fleiri konur hjá Sorphirðunni

Alls starfa nú átta konur hjá Sorphirðu Reykjavíkur, en það er mesti fjöldi kvenna við sorphirðu að vetri til hjá fyrirtækinu. Mikil ásókn er í afleysingavinnu á sumrin og hlutur kvenna hefur verið allt að 12 konur af 60 manna starfsliði.

Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu

Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina.

Farsæld til framtíðar á Iðnþingi

Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar."

Uppákomur í Álafosskvosinni um helgina

Á næstkomandi laugardag standa íbúar, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ fyrir uppákomum á svæðinu. Ákveðið var fyrir skömmu að stöðva tímabundið lagningu Helgafellsvegar um Álafosskvosina en fjöldi íbúa á svæðinu hefur lagst gegn lagningu vegarins.

Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri

Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent.

Mótmæla breytingum á lögum um Gæsluna

Félag vélstjóra og málmtæknimanna ætlar að afhenda forseta Alþingis undirskriftalista sjómanna á skipum Landhelgisgæslunnar á eftir vegna breytinga á björgunarlaunum í nýjum lögum um LHG. Afhendingin fer fram í skálanum við Alþingishúsið klukkan tvö síðdegis.

Ökuníðingur verður kærður fyrir hegningarlagabrot

Ökuníðingur sem lögreglumenn á Austfjörðum eltu á ofsahraða á milli byggðarlaga í tvær klukkustundir í gær, verður kærður fyrir brot á hegningarlögum auk ótal umferðarlagabrota gærdagsins. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Eskifirði eltu hann á ofsahraða fram og aftur á milli þéttbýlisstaða á Austfjörðum, meðal annars um Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð.

Einn gámanna fundinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann fyrir stundu einn af gámunum sem féllu fyrir borð af flutningaskipi við Reykjanes í gærkvöldi, og skipum stafar hætta af. Varðskip á að reyna að draga gáminn til lands. Samtals féllu fimm 40 feta langir gámar af flutningaskipinu Kársnesi, þegar það fékk á sig brotsjó úti af Garðskaga á Reykjanesi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi.

Sérfræðingar gagnrýna auðlindaákvæði

Stjórnskipunarnefndin hefur ekki enn afgreitt frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Nefndin sat á rökstólum frá því laust eftir átta i morgun og lauk störfum skömmu fyrir þingfund. Sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina hafa verið afar gagnrýnir á ákvæðið.

Blindir beðið eftir þjónustumiðstöð árum saman

Þekkingarmiðstöð fyrir blinda hefur enn ekki verið stofnuð, þó að nefnd um málefni blindra og sjónskertra nemenda hafi lagt það til fyrir nokkrum árum. Helgi Hjörvar sagði á Alþingi í morgun að þetta væri dæmi um einstakt aðgerðarleysi stjórnvalda. Menntamálaráðherra segir framkvæmdahóp vinna að málinu.

Veitingahús og mötuneyti lækki verð

Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna.

Stjórnarandstaðan vill funda um lok þingsins

Stjórnarandstaðan fór fram á Alþingi það að hún yrði kölluð til samráðsfundar vegna loka þingsins. Áttatíu mál liggja fyrir þinginu í dag og sagði stjórnarandstaðan ljóst að það væri tæpt að það næðist að afgreiða þau öll. Fara þyrfti því yfir hvaða mál næðist að afgreiða.

Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár

Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent.

Skip missti fimm gáma þegar það fékk yfir sig brotsjó

Kársnes, skip Atlantsskipa, missti út fimm gáma fyrr í kvöld á leið sinni til landsins frá Danmörku. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Atlantsskipum reið brotsjór yfir skipum um klukkan hálfsjö og var skipið þá við Garðskaga.

Losa þarf byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld að losa þyrfti byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarrétt sem af þeim hefði verið tekinn. Þá sagði hann frjálslynda vilja hækka atvinnuleysisbætur upp í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að vinna án þess að skerða tekjur þeirra.

Heitir á stjórnarandstöðu um samstarf í auðlindamáli

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hét á stjórnarandstöðuna um samstarf í auðlindamálinu og sagði erindi Framsóknarflokksins aldrei hafa verið meira en nú í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Þurfum ekki að hlaupa og kaupa málningu

„Við höfum staðið vaktina á hverju sem gengur og við þurfum því ekki að hlaupa út í búð og kaupa málningu þegar vindurinn hefur snúist og stóriðjustefnan er orðin óvinsæl," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Varaði við stöðvun eða frestun vinstri manna

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ekki sjálfgefið að lífskjör landsmanna héldu áfram að batna og varaði við hugmyndum Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar um frestun og eða stöðvun framkvæmda. „Stopp þýðir afturför ... ótti við breytingar skilar okkur engu," sagði Geir í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.

Réttlætiskröfu almennings svarað með sjónhverfingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sakaði stjórnarflokanna um að hafa stjórnarskrána að leiksoppi og að svara réttlætiskröfu almennings um sameign auðlinda með sjónhverfingu í nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Stofna samtök þeirra sem dvalið hafa á upptökuheimilum

Stofnuð verða samtök þeirra sem voru á barna- og unglingaheimilum hins opinbera á árunum 1950-80. Á fjölmennum fundi þessa fólks var skorað á stjórnvöld að bjóða öllum þessum hópi sömu úrræði og nú eru í boði fyrir drengi sem voru í Breiðavík. Frumvarp um opinbera rannsóknarnefnd á málefnum þessara heimila hefur verið afgreidd frá allsherjarnefnd þingsins.

Bjóða stjórnvöldum 95 þúsund pund fyrir síðustu langreyðarnar

Dýraverndunarsamtökin World Society for Protection of Animals (WSPA) hafa sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem ríkisstjórn Íslands eru boðin 95 þúsund pund, jafnvirði um 12,4 milljóna króna, fyrir að veiða ekki þær tvær langreyðar sem eftir eru af veiðikvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í haust.

Læsti ljósmyndara inni á landi svo kalla þurfti til lögreglu

Ljósmyndari Fréttablaðsins ætlaði í dag að mynda landið þar sem fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins ætlar að hafa lögbýli. Guðmundur Jónsson brást ókvæða við og læsti ljósmyndarann inni á landinu og kalla þurfti til lögreglu til að aðstoða hann við að komast burt.

Sjá næstu 50 fréttir