Innlent

Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið

Kristinn Björnsson, einn forstjóra olíufélaganna sem ákærðir voru.
Kristinn Björnsson, einn forstjóra olíufélaganna sem ákærðir voru.

Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá 9. febrúar á þeim forsendum, öðrum fremur, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur staðfestir þá niðurstöðu. Gunnlaugur Clausen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skila séráliti en þó ekki þannig að þeir séu algerlega á öndverðum meiði við hina dómarana.

Hæstiréttur úrskurðaði að málsvarnarkostnaður ákærðu yrði greiddur af ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×