Fleiri fréttir Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón. 28.2.2007 21:15 Rykbinding skilar árangri Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk. 28.2.2007 20:45 Vill banna alla símanotkun í akstri Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni. 28.2.2007 20:30 Ekki tilefni til lögsóknar Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar. 28.2.2007 20:00 Vantar starfsfólk á Hrafnistu Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu. 28.2.2007 19:45 Segir fráleitt að Landsvirkjun undirbúi Þjórsárvirkjanir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir það stórkostlega ámælisvert og fráleitt að opinbert fyrirtæki eins og Landsvirkjun bjóði út hönnun virkjana við Þjórsá þegar fyrir liggi andstaða landeigenda. Fjármálaráðherra segir rangt að slík andstaða hafi komið fram. 28.2.2007 18:44 Raforkuverð lækkaði hjá mun fleirum Raforkuverð hækkaði, hjá fjórðungi íbúa landsbyggðarinnar, um allt að sextíu prósent vegna markaðsvæðingar raforkukerfisins. Verðið lækkaði hins vegar hjá þremur fjórðu hluta íbúanna. Þetta kom fram á Alþingi í dag. 28.2.2007 18:36 Jón Baldvin ekki á lista Samfylkingarinnar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, verður ekki á framboðslista Samfylkingarinnar. Boð um að hann tæki heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavík var, að sögn Jóns Baldvins, dregið til baka í samtali sem þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áttu í kjölfar Silfurs Egils í síðasta mánuði. 28.2.2007 18:33 Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. 28.2.2007 17:45 Skora á alla að virða áfengislögin ,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu”. Svo segir í 20. grein áfengislaga og nú hafa sex hópar, embætti og félagasamtök tekið sig saman og skorað á alla að virða ákvæði laganna. Þetta eru SAMAN-hópurinn, NÁUM ÁTTUM, SAMFO, SÁÁ, Talsmaður neytenda og Umboðsmaður barna. Í áskorun þeirra segir meðal annars, að fjölmargar rannsóknir gefi til kynna að auglýsingar byggi upp jákvæð viðhorf til áfengis sem hafa áhrif á ákvarðanir um áfengisneyslu. Þær virki því neysluhvetjandi á ungt fólk. Bent er á skoðanakönnun frá sem Lýðheilsustöð gerði í fyrraþar sem kom í ljós að þrír af hverjum fjórum sögðust vera andvígir því að leyfilegt væri að auglýsa áfengi í fjölmiðlum sem börn og unglingar hafa aðgang að. 28.2.2007 16:35 Úrvalsvísitalan lækkaði um nærri 1,5 prósent Úrvalsvísitalan hafði lækkað um tæplega eitt og hálft prósent í dag þegar mörkuðum var lokað klukkan 16 en nokkuð flökt var á henni í dag. Hlutabréf fjölmargra fyrirtækja lækkuðu í dag, þar meðal Hf. Eimskipafélags Íslands um nærri níu prósent. 28.2.2007 16:25 Stálu söfnunarbauk til styrktar bágstöddum börnum Þrjú innbrot framin á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fartölva var tekin úr húsi í Vogahverfinu, sumardekkjum stolið úr geymslu í Kópavogi og skjávarpi hvarf úr einum af grunnskólum borgarinnar. Þá stálu tveir piltar söfnunarbauk frá bensínstöð en verið var að safna peningum til styrktar bágstöddum börnum. 28.2.2007 16:00 Slökkvilið fjarlægði fljótandi nikótín Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fjarlægði eiturefni úr húsi í Dýrafirði í gær. EFtir því sem segir á vef Bæjarins besta var eigandi hússins að taka til á háalofti þegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín. 28.2.2007 15:29 Engin leynd yfir reikningum Lokið var að yfirheyra Lindu Jóhannsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykjavíkur um hádegisbil. Linda sagði enga sérstaka leynd hafa verið yfir reikningum sem bárust frá Nordica til Baugs. Tryggvi hefði yfirleitt samþykkt reikningana og hún vitað að þeir hafi verið í tengslum við Vöruhús Jóns Geralds Sullenberger. 28.2.2007 15:11 Dótturfélag Icelandair Group gerir samning við Virgin Lettneska flugfélagið LatCharter, dótturfyrirtæki Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni Boeing 767 milli Lundúna og Jóhannesarborgar með viðkomu í Lagos. 28.2.2007 14:55 Neytendur fylgist með hvort matvælaverð lækki á morgun Neytendasamtökin hvetja almenning til þess að fylgjast vel með því á morgun hvort matvælaverð lækki en þá taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld á matvælum. 28.2.2007 14:43 Kannast ekki við andstöðu við samningaviðræður við Landsvirkjun Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að hann myndi ekki beita sér fyrir því að Landsvirkjun hætti virkjanaundirbúningi í neðri hluta Þjórsár og sagðist ekki kannast við að landeigendur væru andsnúnir samningaviðræðum við Landsvirkjun um bætur fyrir það land sem færi undir virkjanirnar þrjár í Þjórsá. 28.2.2007 14:28 Vesturlandsvegur hættulegur segja nemar á barnaþingi Sjöttu bekkingar í Klébergsskóla bentu í dag á hættuna sem þeim stafar af umferð um Vesturlandsveg, sem liggur norðan við skólann. Krakkarnir sögðu á Barnaþingi í morgun að þau börn sem byggju handan vegarins gætu hvorki farið fótgangandi né hjólandi í skólann, félagsmiðstöðina eða íþróttahúsið. 28.2.2007 13:54 Segir ekki satt að tilgangslaust sé að kæra lögreglu vegna harðræðis Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerð er athugasemd við fréttaflutning Stöðvar 2 síðustu daga um meint harðræði lögreglu. Segir embættið ekki satt þar sem haft er eftir ónefndum lögmönnum að það þjóni ekki tilgangi að kæra lögreglu vegna harðræðis. 28.2.2007 13:31 Segir ráðherra hafa lofað 400 milljörðum inn í framtíðina Deilt var á ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag fyrir að skrifa undir samninga við ýmsa aðila nú skömmu fyrir kosningar án þess að leita til Alþingis um fjárveitingar vegna þeirra. Benti fyrirspyrjandinn, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, á að samkvæmt hans samantekt hefðu ráðherrar að undanförnu lofað um 400 milljörðum króna í fjárveitingar til ýmissa mála inn í framtíðina. 28.2.2007 13:11 Vilja gera 108 hektara landfyllingu við Örfirisey Fyrirtækin Björgun og Bygg vilja fá að gera 108 hektara landfyllingu vestan Ánanausta og Örfiriseyjar í Reykjavík og fá að byggja þar. 28.2.2007 13:00 Eldur í nýbyggingu í Garðabæ í morgun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna tilkynningar um eld í nýju húsi í Akrahverfi í Garðabæ. Um var að ræða hús í byggingu við Hallakur og logaði eldur í kassa á eldavél í íbúð á þriðju hæð hússins. 28.2.2007 12:45 Vill láta flokka kaldastríðsskjöl úti á landi Öll skjöl sem varða öryggismál Íslands á árunum 1945 til 1991 skulu afhent Þjóðskjalasafni Íslands, sem á að flokka þau og vista í sérstöku öryggismálasafni. Talið er að það muni taka um fjögur ár að flokka skjölin og gera þau aðgengileg fræðimönnum og almenningi og hefur menntamálaráðherra ákveðið að það skuli m.a. gert á Ísafirði og Húsavík. 28.2.2007 12:30 Sagði Jón Ásgeir ekki hafa gefið fyrirmæli um færslu bókhalds Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig færa ætti bókhald Baugs en Jón Ásgeir er meðal annars ákærður fyrir bókhaldsbrot í endurákæru í Baugsmálinu. 28.2.2007 12:03 Tvennt flutt á slysadeild eftir harðan árekstur Tvennt var flutt á slysadeild Landspítalans nú á tólfta tímanum eftir harðan árekstur tveggja jepplinga á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Að sögn slökkviliðs vankaðist annar mannanna nokkuð við áreksturinn en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 28.2.2007 11:31 Vilja lög til að tryggja stöðu Íbúðalánasjóðs fyrir þinglok Félag fasteignasala skorar á stjórnvöld og alþingismenn að leggja fram frumvarp varðandi framtíð Íbúðalánasjóðs og afgreiða það fyrir þinglok með þeim hætti að rennt verði styrkum stoðum undir starfsemi hans. 28.2.2007 11:23 Brunamálaskólinn fær formlega fast aðsetur Brunamálaskólinn fær á morgun fast aðestur en þá mun Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra taka formlega í notkun húsnæði á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði undir starfsemina. 28.2.2007 11:15 Telja að verk eftir Kjarval hækki í verði eftir söluna í gær Málverkið Hvítasunnudagur eftir Kjarval var slegið 1,3 milljónir danskra króna í gær en kaupandinn er Íslendingur sem vill ekki láta nafns síns getið. Listmunasalar segja mál til komið að góð verk eftir Kjarval seljist almennt við hærra verði en verið hefur. 28.2.2007 11:04 Rafmagn komið aftur á í Kópavogi Rafmagn er aftur komið á Lindahverfi, Hagasmára og á Smáratorgi en það fór af þar um tíuleytið eftir eftir að háspennustrengur var grafinn í sundur. 28.2.2007 11:02 Sérsveit kölluð til vegna hótana manns á sveitabæ Lögreglan á Hvollsvelli fékk í morgun liðsauka frá Ríkislögregustjóra og Lögreglunni á Selfossi til þess að handtaka mann á sveitabæ í Rangárþingi ytra. Hann hafði haft í hótunum við fyrrverandi sambýliskonu sína sem óttaðist um sinn hag. 28.2.2007 10:40 Reiknað með að svifryk verði undir heilsuverndarmörkum í dag Svifryksmengun í Reykjavík reyndist rétt undir heilsuverndarmörkum í gær samkvæmt mælingum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og reiknað er með að svo verði einnig í dag þótt brugðið geti til beggja vona. 28.2.2007 10:32 Rafmagnslaust í Lindahverfi og á Smáratorgi Rafmagnslaust er nú í Lindahverfi, Hagasmára og á Smáratorgi eftir að háspennustrengur var grafinn í sundur um klukkan tíu. Þær upplýsingar fengust hjá Orkuveitu Reykjavíkur að verið væri að gera við strenginn og að rafmagn kæmist á innan skamms. 28.2.2007 10:17 Þarf að greiða hálfa milljón vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna Maður sem tekinn var fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Akranesi þarf að reiða fram rúmlega hálfa milljón vegna athæfisins. 28.2.2007 09:57 Tekinn á 155 kílómetra hraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í kvöld. Var það á þeim kafla þar sem hún er tvöföld. Annars þeirra ók á 121 kílómetra hraða og má búast við sekt. Hann var einn á ferð. Annar var síðan tekinn á 155 kílómetra hraða og var með farþega í bílnum. Sá má búast við því að missa ökuleyfi í einhvern tíma og fá einnig sekt að sögn lögreglu Suðurnesja. 27.2.2007 21:45 Þurftu samþykki Fjármálaeftirlitsins Sú ákvörðun Sparisjóðs Svarfdæla að gefa Dalvíkurbyggð eitt stykki menningarhús er einstæð í sögu fjármálafyrirtækis. Leita þurfti samþykkis Fjármálaeftirlitsins áður en ákvörðunin var tekin. 27.2.2007 20:15 Kílómetra á eftir tímaáætlun Búið er að grafa tæpan fimmtung af Héðinsfjarðargöngum, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Verkið er þegar þúsund metrum á eftir tímaáætlun en verktakar vona að þær tafir verði hægt að vinna upp. 27.2.2007 20:00 Íslendingar og Danir funda öðru sinni um varnarmál Íslenskir og danskir embættismenn áttu í dag öðru sinni fund um samstarf þjóðanna um öryggismál. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var áfram fjallað um mögulegar leiðir til að auka samstarf á sviði öryggismála og ákveðið að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Ennfremur var öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli heimsótt og aðstæður þar skoðaðar. 27.2.2007 20:00 Tekist á um konur Tekist var á um það á Alþingi í dag hvaða stjórnmálaflokkur hefði á að skipa flestum konum fyrir kosningarnar í vor. Þingmenn Framsóknarflokksins sögðust hafa vinninginn hvað varðar leiðtogasæti en fulltrúar stjórnarandstöðunnar bentu á að til að halda jöfnu hlutfalli kynjanna, mætti flokkurinn ekki fá fleiri en einn þingmann í hverju kjördæmi. 27.2.2007 19:45 Sveitarfélögum að blæða út Verst settu sveitarfélögunum er að blæða út vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar, að mati þingmanna Samfylkingarinnar, og vinstri grænir segja að frelsa þurfi landsbyggðarmálin undan Framsóknarflokknum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði hins vegar á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hefði gripið til fjölþættra aðgerða til að bæta atvinnumál á landsbyggðinni. 27.2.2007 19:15 Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. 27.2.2007 19:00 Vaxtaokur bankanna skelfilegt Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. 27.2.2007 18:30 Ný sjónvarpsstöð í loftið Ný íslensk sjónvarpsstöð fór í loftið í dag. ÍNN heitir hún. Stjarna stöðvarinnar er landsins þekktasti strigakjaftur, Ingvi Hrafn Jónsson. 27.2.2007 18:08 Dagur vinnur í feðraorlofinu Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fór í fæðingarorlof þann fimmtánda þessa mánaðar og vék úr borgarstjórn um tíma. Í morgun, þann 27. febrúar, fór Dagur hins vegar í vinnuferð með skipulagsráði til Skandinavíu á vegum borgarinnar. 27.2.2007 17:30 Lenti heilu og höldnu Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst. 27.2.2007 17:23 Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi. 27.2.2007 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón. 28.2.2007 21:15
Rykbinding skilar árangri Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk. 28.2.2007 20:45
Vill banna alla símanotkun í akstri Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni. 28.2.2007 20:30
Ekki tilefni til lögsóknar Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar. 28.2.2007 20:00
Vantar starfsfólk á Hrafnistu Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu. 28.2.2007 19:45
Segir fráleitt að Landsvirkjun undirbúi Þjórsárvirkjanir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir það stórkostlega ámælisvert og fráleitt að opinbert fyrirtæki eins og Landsvirkjun bjóði út hönnun virkjana við Þjórsá þegar fyrir liggi andstaða landeigenda. Fjármálaráðherra segir rangt að slík andstaða hafi komið fram. 28.2.2007 18:44
Raforkuverð lækkaði hjá mun fleirum Raforkuverð hækkaði, hjá fjórðungi íbúa landsbyggðarinnar, um allt að sextíu prósent vegna markaðsvæðingar raforkukerfisins. Verðið lækkaði hins vegar hjá þremur fjórðu hluta íbúanna. Þetta kom fram á Alþingi í dag. 28.2.2007 18:36
Jón Baldvin ekki á lista Samfylkingarinnar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, verður ekki á framboðslista Samfylkingarinnar. Boð um að hann tæki heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavík var, að sögn Jóns Baldvins, dregið til baka í samtali sem þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áttu í kjölfar Silfurs Egils í síðasta mánuði. 28.2.2007 18:33
Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. 28.2.2007 17:45
Skora á alla að virða áfengislögin ,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu”. Svo segir í 20. grein áfengislaga og nú hafa sex hópar, embætti og félagasamtök tekið sig saman og skorað á alla að virða ákvæði laganna. Þetta eru SAMAN-hópurinn, NÁUM ÁTTUM, SAMFO, SÁÁ, Talsmaður neytenda og Umboðsmaður barna. Í áskorun þeirra segir meðal annars, að fjölmargar rannsóknir gefi til kynna að auglýsingar byggi upp jákvæð viðhorf til áfengis sem hafa áhrif á ákvarðanir um áfengisneyslu. Þær virki því neysluhvetjandi á ungt fólk. Bent er á skoðanakönnun frá sem Lýðheilsustöð gerði í fyrraþar sem kom í ljós að þrír af hverjum fjórum sögðust vera andvígir því að leyfilegt væri að auglýsa áfengi í fjölmiðlum sem börn og unglingar hafa aðgang að. 28.2.2007 16:35
Úrvalsvísitalan lækkaði um nærri 1,5 prósent Úrvalsvísitalan hafði lækkað um tæplega eitt og hálft prósent í dag þegar mörkuðum var lokað klukkan 16 en nokkuð flökt var á henni í dag. Hlutabréf fjölmargra fyrirtækja lækkuðu í dag, þar meðal Hf. Eimskipafélags Íslands um nærri níu prósent. 28.2.2007 16:25
Stálu söfnunarbauk til styrktar bágstöddum börnum Þrjú innbrot framin á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fartölva var tekin úr húsi í Vogahverfinu, sumardekkjum stolið úr geymslu í Kópavogi og skjávarpi hvarf úr einum af grunnskólum borgarinnar. Þá stálu tveir piltar söfnunarbauk frá bensínstöð en verið var að safna peningum til styrktar bágstöddum börnum. 28.2.2007 16:00
Slökkvilið fjarlægði fljótandi nikótín Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fjarlægði eiturefni úr húsi í Dýrafirði í gær. EFtir því sem segir á vef Bæjarins besta var eigandi hússins að taka til á háalofti þegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín. 28.2.2007 15:29
Engin leynd yfir reikningum Lokið var að yfirheyra Lindu Jóhannsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykjavíkur um hádegisbil. Linda sagði enga sérstaka leynd hafa verið yfir reikningum sem bárust frá Nordica til Baugs. Tryggvi hefði yfirleitt samþykkt reikningana og hún vitað að þeir hafi verið í tengslum við Vöruhús Jóns Geralds Sullenberger. 28.2.2007 15:11
Dótturfélag Icelandair Group gerir samning við Virgin Lettneska flugfélagið LatCharter, dótturfyrirtæki Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni Boeing 767 milli Lundúna og Jóhannesarborgar með viðkomu í Lagos. 28.2.2007 14:55
Neytendur fylgist með hvort matvælaverð lækki á morgun Neytendasamtökin hvetja almenning til þess að fylgjast vel með því á morgun hvort matvælaverð lækki en þá taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld á matvælum. 28.2.2007 14:43
Kannast ekki við andstöðu við samningaviðræður við Landsvirkjun Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að hann myndi ekki beita sér fyrir því að Landsvirkjun hætti virkjanaundirbúningi í neðri hluta Þjórsár og sagðist ekki kannast við að landeigendur væru andsnúnir samningaviðræðum við Landsvirkjun um bætur fyrir það land sem færi undir virkjanirnar þrjár í Þjórsá. 28.2.2007 14:28
Vesturlandsvegur hættulegur segja nemar á barnaþingi Sjöttu bekkingar í Klébergsskóla bentu í dag á hættuna sem þeim stafar af umferð um Vesturlandsveg, sem liggur norðan við skólann. Krakkarnir sögðu á Barnaþingi í morgun að þau börn sem byggju handan vegarins gætu hvorki farið fótgangandi né hjólandi í skólann, félagsmiðstöðina eða íþróttahúsið. 28.2.2007 13:54
Segir ekki satt að tilgangslaust sé að kæra lögreglu vegna harðræðis Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerð er athugasemd við fréttaflutning Stöðvar 2 síðustu daga um meint harðræði lögreglu. Segir embættið ekki satt þar sem haft er eftir ónefndum lögmönnum að það þjóni ekki tilgangi að kæra lögreglu vegna harðræðis. 28.2.2007 13:31
Segir ráðherra hafa lofað 400 milljörðum inn í framtíðina Deilt var á ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag fyrir að skrifa undir samninga við ýmsa aðila nú skömmu fyrir kosningar án þess að leita til Alþingis um fjárveitingar vegna þeirra. Benti fyrirspyrjandinn, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, á að samkvæmt hans samantekt hefðu ráðherrar að undanförnu lofað um 400 milljörðum króna í fjárveitingar til ýmissa mála inn í framtíðina. 28.2.2007 13:11
Vilja gera 108 hektara landfyllingu við Örfirisey Fyrirtækin Björgun og Bygg vilja fá að gera 108 hektara landfyllingu vestan Ánanausta og Örfiriseyjar í Reykjavík og fá að byggja þar. 28.2.2007 13:00
Eldur í nýbyggingu í Garðabæ í morgun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna tilkynningar um eld í nýju húsi í Akrahverfi í Garðabæ. Um var að ræða hús í byggingu við Hallakur og logaði eldur í kassa á eldavél í íbúð á þriðju hæð hússins. 28.2.2007 12:45
Vill láta flokka kaldastríðsskjöl úti á landi Öll skjöl sem varða öryggismál Íslands á árunum 1945 til 1991 skulu afhent Þjóðskjalasafni Íslands, sem á að flokka þau og vista í sérstöku öryggismálasafni. Talið er að það muni taka um fjögur ár að flokka skjölin og gera þau aðgengileg fræðimönnum og almenningi og hefur menntamálaráðherra ákveðið að það skuli m.a. gert á Ísafirði og Húsavík. 28.2.2007 12:30
Sagði Jón Ásgeir ekki hafa gefið fyrirmæli um færslu bókhalds Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig færa ætti bókhald Baugs en Jón Ásgeir er meðal annars ákærður fyrir bókhaldsbrot í endurákæru í Baugsmálinu. 28.2.2007 12:03
Tvennt flutt á slysadeild eftir harðan árekstur Tvennt var flutt á slysadeild Landspítalans nú á tólfta tímanum eftir harðan árekstur tveggja jepplinga á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Að sögn slökkviliðs vankaðist annar mannanna nokkuð við áreksturinn en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 28.2.2007 11:31
Vilja lög til að tryggja stöðu Íbúðalánasjóðs fyrir þinglok Félag fasteignasala skorar á stjórnvöld og alþingismenn að leggja fram frumvarp varðandi framtíð Íbúðalánasjóðs og afgreiða það fyrir þinglok með þeim hætti að rennt verði styrkum stoðum undir starfsemi hans. 28.2.2007 11:23
Brunamálaskólinn fær formlega fast aðsetur Brunamálaskólinn fær á morgun fast aðestur en þá mun Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra taka formlega í notkun húsnæði á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði undir starfsemina. 28.2.2007 11:15
Telja að verk eftir Kjarval hækki í verði eftir söluna í gær Málverkið Hvítasunnudagur eftir Kjarval var slegið 1,3 milljónir danskra króna í gær en kaupandinn er Íslendingur sem vill ekki láta nafns síns getið. Listmunasalar segja mál til komið að góð verk eftir Kjarval seljist almennt við hærra verði en verið hefur. 28.2.2007 11:04
Rafmagn komið aftur á í Kópavogi Rafmagn er aftur komið á Lindahverfi, Hagasmára og á Smáratorgi en það fór af þar um tíuleytið eftir eftir að háspennustrengur var grafinn í sundur. 28.2.2007 11:02
Sérsveit kölluð til vegna hótana manns á sveitabæ Lögreglan á Hvollsvelli fékk í morgun liðsauka frá Ríkislögregustjóra og Lögreglunni á Selfossi til þess að handtaka mann á sveitabæ í Rangárþingi ytra. Hann hafði haft í hótunum við fyrrverandi sambýliskonu sína sem óttaðist um sinn hag. 28.2.2007 10:40
Reiknað með að svifryk verði undir heilsuverndarmörkum í dag Svifryksmengun í Reykjavík reyndist rétt undir heilsuverndarmörkum í gær samkvæmt mælingum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og reiknað er með að svo verði einnig í dag þótt brugðið geti til beggja vona. 28.2.2007 10:32
Rafmagnslaust í Lindahverfi og á Smáratorgi Rafmagnslaust er nú í Lindahverfi, Hagasmára og á Smáratorgi eftir að háspennustrengur var grafinn í sundur um klukkan tíu. Þær upplýsingar fengust hjá Orkuveitu Reykjavíkur að verið væri að gera við strenginn og að rafmagn kæmist á innan skamms. 28.2.2007 10:17
Þarf að greiða hálfa milljón vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna Maður sem tekinn var fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Akranesi þarf að reiða fram rúmlega hálfa milljón vegna athæfisins. 28.2.2007 09:57
Tekinn á 155 kílómetra hraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í kvöld. Var það á þeim kafla þar sem hún er tvöföld. Annars þeirra ók á 121 kílómetra hraða og má búast við sekt. Hann var einn á ferð. Annar var síðan tekinn á 155 kílómetra hraða og var með farþega í bílnum. Sá má búast við því að missa ökuleyfi í einhvern tíma og fá einnig sekt að sögn lögreglu Suðurnesja. 27.2.2007 21:45
Þurftu samþykki Fjármálaeftirlitsins Sú ákvörðun Sparisjóðs Svarfdæla að gefa Dalvíkurbyggð eitt stykki menningarhús er einstæð í sögu fjármálafyrirtækis. Leita þurfti samþykkis Fjármálaeftirlitsins áður en ákvörðunin var tekin. 27.2.2007 20:15
Kílómetra á eftir tímaáætlun Búið er að grafa tæpan fimmtung af Héðinsfjarðargöngum, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Verkið er þegar þúsund metrum á eftir tímaáætlun en verktakar vona að þær tafir verði hægt að vinna upp. 27.2.2007 20:00
Íslendingar og Danir funda öðru sinni um varnarmál Íslenskir og danskir embættismenn áttu í dag öðru sinni fund um samstarf þjóðanna um öryggismál. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var áfram fjallað um mögulegar leiðir til að auka samstarf á sviði öryggismála og ákveðið að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Ennfremur var öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli heimsótt og aðstæður þar skoðaðar. 27.2.2007 20:00
Tekist á um konur Tekist var á um það á Alþingi í dag hvaða stjórnmálaflokkur hefði á að skipa flestum konum fyrir kosningarnar í vor. Þingmenn Framsóknarflokksins sögðust hafa vinninginn hvað varðar leiðtogasæti en fulltrúar stjórnarandstöðunnar bentu á að til að halda jöfnu hlutfalli kynjanna, mætti flokkurinn ekki fá fleiri en einn þingmann í hverju kjördæmi. 27.2.2007 19:45
Sveitarfélögum að blæða út Verst settu sveitarfélögunum er að blæða út vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar, að mati þingmanna Samfylkingarinnar, og vinstri grænir segja að frelsa þurfi landsbyggðarmálin undan Framsóknarflokknum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði hins vegar á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hefði gripið til fjölþættra aðgerða til að bæta atvinnumál á landsbyggðinni. 27.2.2007 19:15
Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. 27.2.2007 19:00
Vaxtaokur bankanna skelfilegt Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. 27.2.2007 18:30
Ný sjónvarpsstöð í loftið Ný íslensk sjónvarpsstöð fór í loftið í dag. ÍNN heitir hún. Stjarna stöðvarinnar er landsins þekktasti strigakjaftur, Ingvi Hrafn Jónsson. 27.2.2007 18:08
Dagur vinnur í feðraorlofinu Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fór í fæðingarorlof þann fimmtánda þessa mánaðar og vék úr borgarstjórn um tíma. Í morgun, þann 27. febrúar, fór Dagur hins vegar í vinnuferð með skipulagsráði til Skandinavíu á vegum borgarinnar. 27.2.2007 17:30
Lenti heilu og höldnu Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst. 27.2.2007 17:23
Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi. 27.2.2007 17:15