Innlent

Brunamálaskólinn fær formlega fast aðsetur

MYND/Teitur

Brunamálaskólinn fær á morgun fast aðestur en þá mun Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra taka formlega í notkun húsnæði á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði undir starfsemina.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Brunamálastofnun er vonast til að nýja húsnæðið verði starfseminni lyftistöng enda skipti hún miklu um hvernig staðið er að eldvörnum, björgun og slökkvistarfi um allt land og þar með öryggi landsmanna.

Á bilinu 200-300 manns sækja skólann á hverju ári og verður góð aðstaða er til bóklegrar og verklegrar kennslu á nýja staðnum á Miðnesheiði. Fyrstu nemendurnir hafa þegar hafið nám á nýja staðnum því 16 manns taka nú þátt í fyrri hluta þriggja mánaða námskeiðs fyrir atvinnuslökkviliðsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×