Innlent

Dótturfélag Icelandair Group gerir samning við Virgin

Milljarðamæringurinn Richard Branson er eigandi Virgin Atlantic flugfélagsins.
Milljarðamæringurinn Richard Branson er eigandi Virgin Atlantic flugfélagsins. MYND/Getty Images

Lettneska flugfélagið LatCharter, dótturfyrirtæki Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni Boeing 767 milli Lundúna og Jóhannesarborgar með viðkomu í Lagos.

LatCharter er dótturfélag Loftleiða Icelandic sem aftur er dótturfélag Icelandair Group og eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kaupahallar Íslands er þetta stærsti samningur í sögu Loftleiða, en andvirði hans er 7,3 milljarðar króna á næstu fjórum árum. Gert er ráð fyrir að flugið muni hefjast í apríl á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×