Innlent

Stálu söfnunarbauk til styrktar bágstöddum börnum

MYND/Guðmundur

Þrjú innbrot framin á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fartölva var tekin úr húsi í Vogahverfinu, sumardekkjum stolið úr geymslu í Kópavogi og skjávarpi hvarf úr einum af grunnskólum borgarinnar. Þá stálu tveir piltar söfnunarbauk frá bensínstöð en verið var að safna peningum til styrktar bágstöddum börnum.

Tveir þjófar voru staðnir að verki í matvöruverslunum, annar í Hafnarfirði en hinn í Reykjavík. Þá var veski stolið frá gesti í líkamsræktarstöð í borginni og á öðrum stað var iPod-spilari tekinn í íþróttamiðstöð.

Á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er einnig greint frá því að iðnaðarmenn í Breiðholti hafi saknað verkfæra en þau hurfu á meðan mennirnir fengu sér kaffisopa. Í vesturbæ Reykjavíkur hrifsaði piltur um tvítugt fartölvu úr fórum sautján ára stúlku.

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×