Segir ráðherra hafa lofað 400 milljörðum inn í framtíðina 28. febrúar 2007 13:11 MYND/Stefán Deilt var á ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag fyrir að skrifa undir samninga við ýmsa aðila nú skömmu fyrir kosningar án þess að leita til Alþingis um fjárveitingar vegna þeirra. Benti fyrirspyrjandinn, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, á að samkvæmt hans samantekt hefðu ráðherrar að undanförnu lofað um 400 milljörðum króna í fjárveitingar til ýmissa mála inn í framtíðina, þar á meðal samkvæmt samgönguáætlun.Þetta væri gert þrátt fyrir að umboði ráðherra væri að ljúka. Spurði hann því forsætisráðherra hvert væri lagalegt og siðferðilegt gildi fjárskuldbindinga ráðherra fyrir hönd ríkisins eftir að umboð þeirra væri út runnið.Geir H. Haarde forsætisráðherra benti á að mörg þau mál sem samningar hefðu verið gerðir væru lögbundin og þannig skylt að gera, þar á meðal samgönguáætlun, samningur við Háskóla Íslands og sauðfjársamningur. Benti hann einnig á að stjórnarandstaðan hefði verið dugleg að gera kröfur um fjárveitingar til ýmissa mála, til að mynda málefna aldraðra.Sagði Geir að ráðherrar væru æðstu handhafar opinbers vald og ákvarðanir ráðherra hefðu lagagildi. Það væri skýrt að þeir gætu ekki stofnað til fjárskuldbindinga nema fyrir því væri heimild í lögum. Að sama skapi væri aðeins hægt að fella ákvarðanir úr gildi með lagabreytingum.Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls í kjölfarið og bentu á að ekki væri hægt að skrifa undir samninga við aðila um fjárveitingar nema til þess hefði fengist heimild frá alþingi sem hefði fjárveitingarvaldið. Sagði Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, að það væri ábyrgðarhluti að skrifa undir fjárveitingar sem þingið hefði ekki samþykkt og að slíkt væri á mörkum hins siðlega.Lúðvík Bergvinsson kom aftur í pontu og sagði athyglisvert að forsætisráðherra segði að ákvarðanir ráðherra hefðu lagagildi, sérstaklega í ljósi þess að Geir hefði sem fjármálaráðherra sagt árið 2002 að ekki væri hægt að skuldbinda ríkissjóð með kosningabombum eins og hann orðaði það. Sagði Lúðvík kosningavíxla ekki hafa neitt gildi fyrr en Alþingi hefði veitt fjármagn til þeirra.Geir H. Haarde kom einnig aftur í pontu og sagðist gera athugasemd við orðalag. Ákvarðanir ráðherra hefðu ekki fullt lagagildi heldur fullt gildi að lögum. Auðvitað hefði Alþingi lokaorðið um fjárveitingar til einstakra málaflokka og gerðir væru fyrirvarar í samningum um samþykki Alþingis. Hann hefði haldið að öllum væri ljóst að samþykki Alþingis þyrfti. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Deilt var á ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag fyrir að skrifa undir samninga við ýmsa aðila nú skömmu fyrir kosningar án þess að leita til Alþingis um fjárveitingar vegna þeirra. Benti fyrirspyrjandinn, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, á að samkvæmt hans samantekt hefðu ráðherrar að undanförnu lofað um 400 milljörðum króna í fjárveitingar til ýmissa mála inn í framtíðina, þar á meðal samkvæmt samgönguáætlun.Þetta væri gert þrátt fyrir að umboði ráðherra væri að ljúka. Spurði hann því forsætisráðherra hvert væri lagalegt og siðferðilegt gildi fjárskuldbindinga ráðherra fyrir hönd ríkisins eftir að umboð þeirra væri út runnið.Geir H. Haarde forsætisráðherra benti á að mörg þau mál sem samningar hefðu verið gerðir væru lögbundin og þannig skylt að gera, þar á meðal samgönguáætlun, samningur við Háskóla Íslands og sauðfjársamningur. Benti hann einnig á að stjórnarandstaðan hefði verið dugleg að gera kröfur um fjárveitingar til ýmissa mála, til að mynda málefna aldraðra.Sagði Geir að ráðherrar væru æðstu handhafar opinbers vald og ákvarðanir ráðherra hefðu lagagildi. Það væri skýrt að þeir gætu ekki stofnað til fjárskuldbindinga nema fyrir því væri heimild í lögum. Að sama skapi væri aðeins hægt að fella ákvarðanir úr gildi með lagabreytingum.Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls í kjölfarið og bentu á að ekki væri hægt að skrifa undir samninga við aðila um fjárveitingar nema til þess hefði fengist heimild frá alþingi sem hefði fjárveitingarvaldið. Sagði Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, að það væri ábyrgðarhluti að skrifa undir fjárveitingar sem þingið hefði ekki samþykkt og að slíkt væri á mörkum hins siðlega.Lúðvík Bergvinsson kom aftur í pontu og sagði athyglisvert að forsætisráðherra segði að ákvarðanir ráðherra hefðu lagagildi, sérstaklega í ljósi þess að Geir hefði sem fjármálaráðherra sagt árið 2002 að ekki væri hægt að skuldbinda ríkissjóð með kosningabombum eins og hann orðaði það. Sagði Lúðvík kosningavíxla ekki hafa neitt gildi fyrr en Alþingi hefði veitt fjármagn til þeirra.Geir H. Haarde kom einnig aftur í pontu og sagðist gera athugasemd við orðalag. Ákvarðanir ráðherra hefðu ekki fullt lagagildi heldur fullt gildi að lögum. Auðvitað hefði Alþingi lokaorðið um fjárveitingar til einstakra málaflokka og gerðir væru fyrirvarar í samningum um samþykki Alþingis. Hann hefði haldið að öllum væri ljóst að samþykki Alþingis þyrfti.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira