Innlent

Dagur vinnur í feðraorlofinu

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fór í fæðingarorlof þann fimmtánda þessa mánaðar og vék úr borgarstjórn um tíma. Í morgun, þann 27. febrúar, fór Dagur hins vegar í vinnuferð með skipulagsráði til Skandinavíu á vegum borgarinnar.

Í færslu á heimasíðu sinni þann 15. febrúar segir Dagur: "Við Steinar Gauti munum verja næstu sex vikum saman en ég fór í fæðingarorlof í morgun."

Auk Dags eru í ferðinni Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson, en þau eru öll aðalmenn í skipulagsráði.

Dagur sagði síðar í samtali við Vísi að hann hafi athugað hjá fæðingarorlofssjóði hvort að hann gæti farið í ferðina. „Ég sendi fyrirspurn til fæðingarorlofssjóðs og fékk þau svör að reglur um feðraorlof kæmu ekki í veg fyrir að ég gæti farið í þessa ferð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×