Innlent

Sérsveit kölluð til vegna hótana manns á sveitabæ

Lögreglan á Hvolsvelli fékk í morgun liðsauka frá Ríkislögregustjóra og Lögreglunni á Selfossi til þess að handtaka mann á sveitabæ í Rangárþingi ytra. Hann hafði haft í hótunum við fyrrverandi sambýliskonu sína sem óttaðist um sinn hag.

Maðurinn kom hins vegar út úr bænum þegar lögreglumennirnir voru allir komnir þangað og var handtekinn mótþróalaust. Hann gistir nú fangageymslur á Selfossi og verður yfirheyrður þegar hann hefur heilsu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×