Innlent

Vilja gera 108 hektara landfyllingu við Örfirisey

MYND/GVA

Fyrirtækin Björgun og Bygg vilja fá að gera 108 hektara landfyllingu vestan Ánanausta og Örfiriseyjar í Reykjavík og fá að byggja þar. Þetta landsvæði jafngildir nokkuð á þriðja hundrað meðalstórra sumarhúsalóða, svo samanburður sé tekinn, og er meira en fjórfalt stærra en fasteignafélagið Þyrping hefur hug á að gera við Örfirisey og kynnt var nýverið.

Hugmynd Björgunar og Bygg er nú á borði starfshóps um uppbyggingu í Örfirisey, eftir að stjórn Faxaflóahafna vísaði málinu þangað í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×