Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár 27. febrúar 2007 19:00 Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira