Fleiri fréttir

Neitað um skaðabætur eftir að hafa ekið á hest

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hestamann og Vátryggingafélag Íslands af ríflega 670 þúsund króna skaðabótakröfu manns vegna tjóns sem varð á bíl hans þegar hann ók á hest hestamannsins.

Karlmaður um tvítugt lést í umferðarslysi

Karlmaður um tvítugt beið bana í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli í nótt. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Nokkur ísing og hálka var á veginum en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Segir borgarstjóra tvísaga í lóðakaupamáli

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Baugsmenn ætla ekki að kæra úrskurðinn

Verjendur Baugsmanna ætla ekki að kæra úrskurð Héraðsdómur Reykjavíkur þess efnis að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, þurfi ekki að bera vitni um samskipti sín við við blaðamann á Blaðinu. Lögfræðingar Baugsmanna segja þessa ákvörðun tekna þar sem þeir vilji ekki tefja málið frekar heldur klára það sem fyrst.

Full samstaða stjórnarliða um RÚV

Full samstaða er meðal stjórnarliða um RÚV-frumvarpið segir menntamálaráðherra og átelur menn fyrir að setja frestun lokaumræðunnar í annarlegt ljós.

Ekið frá Selfossi til Alþingis með undirskriftir í dag

Sunnlendingar og fleiri hyggjast fjölmenna í bílalest þar sem ekið verður frá Tryggvaskála á Selfossi og niður að Alþingishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar ætla þeir að afhenda Alþingi undirskriftir 25 þúsund Íslendinga sem skora á þingið að lögfesta tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar.

Fullar atvinnuleysisbætur hækka um 3.000 krónur um áramótin

Atvinnuleysisbætur hækka um 2,9% 1. janúar á næsta ári. Hækkun atvinnuleysisbóta helst í hendur við hækkun launa í landinu almennt. Fullar atvinnuleysisbætur hækka um rúmar 3.000 krónur. Þær eru nú 111.015 krónur en verða 114.234 krónur 1. janúar 2007.

Læknafélagið vill endubætur á vegum

Stjórn Læknafélags Íslands telur brýnt að gerðar verði viðunandi endurbætur á fjölförnum vegum við þéttbýli eins og þeim sem mesta umferð bera við höfuðborgina. Stjórnin telur sannað að úreltir vegir séu ástæða slysa sem orðið hafa á vegum landsins. Hún telur þó rétt að minna á að flest slys megi forðast með varlegum akstri og réttri notkun öryggisbúnaðar.

Vann lúxusferð á Eragon í London

Frá því að nýr Vísir var opnaður hafa þeir sem gert hafa vefinn að upphafssíðu sinni farið í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Í gær vann Birgitta Sigursteinsdóttir ferð fyrir tvo á sérstaka gala forsýningu Eragon í London með öllum leikurum myndarinnar.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Mannlífs

Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun sem Mannlíf lét gera í samvinnu við Plúsinn. Meirihluti stjórnarflokkanna á Alþingi er fallinn samkvæmt henni.

Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól

Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu.

Átján ára Selfyssingur handtekinn á Gaza-svæðinu

Átján ára Selfyssingur var handtekinn á Gaza-svæðinu um síðustu helgi og var honum haldið í gæsluvarðhaldi í fimm klukkustundir. Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári.

Fór einn hring í mjúkum snjó

Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í kvöld. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það. Skafrenningur er og blint á köflum fyrir austan að sögn lögreglu.

Lítil meiðsli í bílveltu skammt frá Hellu

Þrennt slapp mjög vel þegar amerískur pallbíll valt heilan hring á Suðurlandsvegi skammt vestan við Hellu í kvöld. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og er bíllinn mikið skemmdur. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina á Hellu en reyndist lítið slasað.

Prófkjörskostnaður Nikolovs 2.615 krónur

Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birtir í dag uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna um liðna helgi. Heildarreikningurinn er 2.615 krónur, þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna.

Fyrsta nýja húsið í Grímsey í 6 ár

Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni. Hreppsnefndin tók af skarið í vor og ákvað að byggja nýtt hús, vegna mikil húsnæðisskorts.

Skautasvell opnað á Ingólfstorgi

Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu.

Án auglýsinga yrði engin Rás 2

Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni.

Olíusamráðsdómur ekki fordæmi

Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina.

Ritstjóri Kompáss sektaður

Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti.

Lítill munur á slysatíðni á 3ja og 4ra akreina vegum

Lítill munur er á slysatíðni á þriggja akreina vegum og fjögurra akreina. Fjögurra akreina vegur er hins vegar tvöfalt til þrefalt dýrari. Þriggja akreina lausn gæti því nýst til að bæta umferðaröryggi á jafnvel þrefalt lengri vegalengd.

Finnst rjúpan best

Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár.

Bandarískar hleranir á íslandi

Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum

Risaborar á leið úr landi

Tveir af þremur risaborum hafa nú lokið hlutverki sínu við Kárahnjúkavirkjun og verða þeir fluttir úr landi eftir áramót. Þriðji borinn heldur hins vegar áfram og mun á næstu átján mánuðum bora göng í átt að Eyjabökkum til að sækja Jökulsá í Fljótsdal.

Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar

Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans.

Grunaður um að hafa aftur nauðgað

Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir.

Fjórir dópmenn handteknir í nótt

Fjórir aðilar komu við sögu í þremur fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í úthverfi síðdegis en í híbýlum hans fundust ætluð fíkniefni. Í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af tveimur karlmönnum um tvítugt. Þeir voru í bíl í austurbænum en mennirnir eru grunaðir um fíkniefnamisferli.

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu og til að greiða henni átta hundruð þúsund krónur í bætur.

Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás

Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára fangelsisdóm yfir Tindi Jónssyni fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að mann vopnaður sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama.

Fangelsi og sekt fyrir ölvunarakstur og ranga skýrslugjöf

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til greiðslu 250 þúsund króna fyrir ölvunarakstur og fyrir að framvísa ökuskírteini annars manns þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Þá var hann jafnfram sviptur ökuréttindum í fimm ár.

Gerður hættir sem sviðsstjóri menntasviðs

Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, hefur beðið um lausn frá störfum. Beiðni hennar þar að lútandi var lögð fram á fundi borgaráðs í dag.

Meiddist í andliti vegna öryggispúða

Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti.

Hugmyndir uppi um að lengja Norrænu um 30 metra

Hugmyndir eru uppi um að lengja farþega- og bílferjuna Norrænu um 30 metra þar sem hún er orðin of lítil. Þetta kemur fram á fréttavef færeyska dagblaðsins Dimmalættings.

Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu, sem hann hélt í Aþenu í dag, og gagnrýndi brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í því samhengi. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði sagt nýlega um mikilvægi þess, að Bandaríkin að tryggðu orkuöryggi.

SA hótar RÚV málssókn vegna innheimtuaðgerða

Samtök atvinnulífsins hóta því að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort Ríkisúvarpinu sé heimilt að að krefja fyrirtæki um auknar greiðslur afnotagjalda vegna útvarpstækja í bílum.

Tvö bílslys í Eyjafirði í morgun

Tvö slys urðu í Eyjafirði með nokkurra mínútna millibili laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Bíll fór út af við bæinn Klöpp í hálku og valt en engin slys á fólki. Skammt sunnan Hrafnagils ók svo pallbíll út af veginum og valt.

Enginn hefur fengið hæli á Íslandi frá árinu 2001

Engum sem sótt hefur um pólitískt hæli hér á landi hefur verið veitt það frá árinu 2001 samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi.

Vilja vísa RÚV-frumvarpi frá

Minnihluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. verði vísað frá en önnur umræða um frumvarpið stendur nú yfir.

Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg

Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamsvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku

Sjá næstu 50 fréttir