Innlent

Hugmyndir uppi um að lengja Norrænu um 30 metra

Hugmyndir eru uppi um að lengja farþega- og bílferjuna Norrænu um 30 metra þar sem hún er orðin of lítil. Þetta kemur fram á fréttavef færeyska dagblaðsins Dimmalættings. Þar segir enn fremur að ferjan hafi ekki getað annað eftirspurn í sumar og haft er eftir Hendrik Egholm, markaðsstjóra hjá Smyril Line, að bæði hafi verið skortur á káetum og plássum fyrir bíla. Engin endanleg ákvröðun hefur þó verið tekin í málinu en Egholm segir að auðvelt sé að lengja skipið. Núverandi rekstrarár Norrænu virðist ætla að verða gott því búist er við jafnvægi í rekstrinum en rúmlega 600 milljóna króna halli varð af honum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×