Innlent

Fjórðungi færri á nagladekkjum í ár en í fyrra

MYND/Róbert

Mun færri bílar eru á negldum hjólbörðum í ár en á sama tíma fyrra samkvæmt mælingu sem Línuhönnun gerði í fyrradag og greint er frá á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar segir að 40 prósent bifreiða séu nú á negldum hjólbörðum í Reykjavík en hins vegar voru 53 prósent bifreiða á nagladekkjum á sama tíma í fyrra. Borgin hefur að undanförnu hvatt ökumenn til að taka þátt í því að draga úr svifryki í borginni með því að hætta að nota nagladekk og virðist sem borgarbúar hafi tekið þeirri bón vel. Næsta talning á hlutfalli milli negldra dekkja og ónegldra fer fram í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×