Fleiri fréttir

Skaut nagla í fótinn á sér

Maður á þrítugsaldri varð fyrir því óláni við vinnu seinnipart þriðjudags að skjóta sig í fótinn með naglabyssu. Slysið átti sér stað á sveitabæ skammt vestan við Skóga, rétt hjá Hvolsvelli.

Unga fólkið mjög jákvætt

Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisverksmiðjunnar Góu, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar er kannaði viðhorf fólks til málefna lífeyrissjóðanna.

Ársfundur um næstu helgi

Sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda er nú farin til St. Kristofer og Nevis í Karíbahafi en um næstu helgi fer ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins þar fram. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður nefndarinnar en auk hans eru Ásta Einarsdóttir og Gísli Víkingsson í nefndinni

Efast um skynsemi vísindaveiðanna

Hvalaskoðunarsamtök Íslands eru algerlega mótfallin fyrirhuguðum veiðum á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni. Skynsamlegra að leggja auknar áherslur á rannsóknir á stofnstærðir hvalastofna við Ísland, segir dr. Hilmar Malmquist.

Minni bjartsýni fyrirtækja

Fimmtíu og sjö prósent svarenda í könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu telja núverandi aðstæður góðar. Er það talsvert verri niðurstaða en í sambærilegri könnun sem gerð var í febrúar en þá töldu þrír af hverjum fjórum aðstæður góðar.

Ekki gerbreyta skattkerfinu

Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisvaldið sé að vinna að sínum ráðstöfunum í efnahagsmálum þannig að endurskoðun kjarasamninga geti farið fram milli aðila vinnumarkaðarins strax í þessari viku, ekki í haust eins og kveðið er á um í samningum.

Engin áhrif á starfsemina

Að frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi ekki verið samþykkt á vorþingi mun ekki hafa áhrif á störf Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að sögn Smára Þórarinssonar fjármálastjóra. Hann segir fjárhagslega stöðu sjóðsins vera sterka og að einn milljarður hafi fengist í sjóðinn í kjölfar sölu Símans.

Engar breytingar ráðgerðar

Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs Landsbjargar fagnar tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um afnám virðisaukaskatts á tækjakost björgunarsveitanna. Í máli Vilhjálms kom fram að ekki eigi að líta á rekstur sveitanna sem fyrirtækjarekstur en þetta sagði hann í ræðu sinni á sjómannadaginn.

560 lögskilnaðir á síðasta ári

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru lögskilnaðir 560 á síðasta ári og sambúðarslit 631, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Frá árinu 1992 hafa foreldrar hér á landi átt þess kost að fara sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað.

Tæp hálf milljón Kínverja í biðröð

Yfir þrjátíu þúsund kínverskir spilarar skráðu sig í fjölspilunarleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir prófanir á honum í Kína í fyrradag. Þar að auki eru um 350.000 manns á biðlista eftir að fá að spila leikinn, en áætlað er að fullgerð útgáfa komi út í næsta mánuði.

Ofbeldismál gegn lögreglu fara sjaldan fyrir dóm

Allt að 95 prósent þeirra mála sem lögregla skrifar skýrslu um sem meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bendir jafnframt á að hafi

Veiðist með uppsjávarfiski

Landssamband veiði­félaga, í samvinnu við Veiðimálastofnun, fékk IMG-Gallup til að afla upplýsinga um hugsanlegan meðafla á laxi í veiðum íslenskra fiskiskipa. Gerð var símakönnun meðal sjómanna um áramótin 2005-2006.

Fá börn taka mark á auglýsingum

Íslensk könnun bendir til að 4% barna trúa því sem þau sjá og heyra í auglýsingum. Meirihluti barna er spurður álits þegar stærri innkaup eru gerð fyrir heimilið.

Færri bílar fluttir inn

Í maí voru fluttar inn vörur fyrir 35,7 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Ef horft er á hreyfingar milli mánaða má sjá að helstu drifkraftar innflutnings eru sem fyrr hrá- og rekstrarvörur ásamt fjárfestingarvörum, en aukinn innflutning í þeim flokkum má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda. Nokkuð virðist vera að hægja á innflutningi bifreiða en tölur um nýskráningar á bílum í maí gefa ekki til kynna að bílakaup almennings hafi aukist frá sama tíma í fyrra.

Gerir kröfu í bú sakborninga

Hæstiréttur Íslands staðfesti á þriðjudaginn úrskurð Héraðsdóms um að bú Ragnars Orra Benediktssonar yrði tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Símans hf.

Hert lög um hvíldartíma

Á seinustu starfsdögum Alþingis voru samþykktar breytingar á lögum sem varða reglur um hvíldartíma bílstjóra hópferða- og farmflutningabíla.

Vilja meiri umræðu í skólum

Æskilegt er að skólar nýti skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa ásamt öðrum skýrslum um umferðaröryggismál í verkefna- og rannsóknarvinnu nemenda

Vísað í ólögmætt samráð

Samkeppnis­eftirlitið gerði húsleit hjá Kredit­kortum hf., sem hefur umboð fyrir Mastercard á Íslandi, á þriðjudag í kjölfar húsleitar stofnunarinnar hjá Visa Ísland.

Stofninn lítill og ræfilslegur

Geitungastofninn á Íslandi er mjög illa á sig kominn það sem af er sumars. Búin eru lítil og fá og geitungarnir sjálfir eru ræfilslegir. Að sögn Róberts Ólafssonar meindýraeyðis er ástæðan fyrir þessu hrun stofnsins síðasta sumar þegar tvísýnt var um að hann lifði yfirleitt af, en líklegast þykir að einhvers konar sveppasýking hafi verið þar á ferðinni.

Íslenskar bækur kynntar

Ísland tók þátt í hinni árlegu Madrídarbókakaupstefnu sem stóð frá 26. maí til 11. júní. Kaupstefnan var haldin undir berum himni og voru íslenskar bókmenntir kynntar í Norðurlandabásnum. Þetta er tíunda árið í röð sem íslenskar bækur eru á boðstólunum á hátíðinni.

Skora á ráðherra að banna hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæðum

Samtök ferðaþjónustunnar skora á sjávarútvegsráðherra að beina hvalveiðum út fyrir auglýst hvalaskoðunarsvæði til að minnka árekstra milli þeirra sem hafa lifibrauð sitt af að skoða hvali og þeirra sem finnst nauðsynlegt að skjóta þá. Samtökin segja óásættanlegt að hvalveiðimenn skjóti gæfustu hrefnurnar sem einmitt sé mesti fengurinn fyrir hvalaskoðara að sjá.

Búið að opna í Kerlingarfjöllum

Útivistarsvæðið í Kerlingarfjöllum opnaði formlega nú um helgina þar sem nú er búið að opna fyrir umferð um Kjalveg í báðar áttir og er hann nýheflaður og í góðu standi. Að sögn staðarhaldara hefur umferð til Kerlingarfjalla farið stigvaxandi frá því að skíðaiðkun var þar aflögð árið 2002 og farið að markaðssetja svæðið sem almennt útivistarsvæði yfir sumartímann.

25 athugasemdir vegna frummatsskýrslu Fjarðaráls

25 athugasemdir bárust vegna frummatsskýrslu Alcoa Fjarðaráls á umhverfisáhrifum álvers á Reyðarfirði, frá náttúruverndarsamtökum og einstaklingum. Skýrslan gerir meðal annars úttekt á mengun frá álverinu í lofti sem á láði og er það niðurstaða skýrslunnar að með þurrhreinsibúnaði einvörðungu verði öll mengun frá álverinu undir viðmiðunarmörkum.

Icelandair semur við sænska ríkið

Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið.

Miklar breytingar á sendiherraskipan

Miklar breytingar verða gerðar á sendiherraskipan íslensku utanríkisþjónustunnar á næstunni. Ráðuneytið sendi frá tilkynningu síðdegis þar sem greint er frá þeim sem nú þegar hafa verið ákveðnar.

Karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni

Karlmaður á fimmtugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Maðurinn átti að hafa lagst ofan á dóttur sína, sem þá var tíu ára gömul, girt niður um hana og sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar. Maðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu. Í dómnum kemur fram að orð standi gegn orði hjá stúlkunni og föður hennar.

Íslensk börn of feit

Eitt af hverjum tíu íslenskum börnum á aldrinum þriggja til sex ára er of feitt. Þróunin versnar eftir því sem börnin verða eldri. Á grunnskólaaldri er allt að fjórðungur barna of þungur. Fleiri þjást af offitu í heiminum en vannæringu.

Hjólamennirnir komnir heim

Fjórum veðurbörnum slökkviliðsmönnum var fagnað innilega við komuna heim til Reykjanesbæjar í dag, eftir að þeir höfðu hjólað hringinn í kringum landið til styrktar Umhyggju, félags foreldra langveikra barna. Mennirnir höfðu þá hreppt öll veður sem boðið er upp á á Íslandi í júní.

Mótmæla fyrirhuguðum hrefnuveiðum

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á 50 hrefnum hér við land á þessu ári. Greint var frá þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra í gær og eiga veiðarnar að hefjast á næstu dögum.

Föroyabanki PF skráður í Kauphöll Íslands

Föroyabanki PF er frá og með deginum í dag skráður í Kauphöll Íslands. Er þess vænst að í kjölfarið muni viðskipti með færeysk bréf aukast. Kauphallaraðilar eru með þessu orðnir 25, en fimm af þeim eru erlendir. Føroya Banki P/F verður aðili að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar.

Þurfa ekki að bera vitni í Baugsmálinu

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að settur ríkissaksóknari og dómstjóri Hérðasdóms Reykjavíkur, þyrftu ekki að vera vitni í Baugsmálinu.

Danskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af fríblaði

Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að hrinda af stokkunum, í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til þess að endurskoða stuðning við hin hefðbundnu dagblöð.

Samingur Eiðs kynntur fyrir fjölmiðlum innan skamms

Blaðamannafundur spænska knattspyrnuliðsins Barcelona vegna samningsins við Eið Smára Guðjohnsen hefst klukkan fjögur. Fundurinn átti upprunalega að vera klukkan þrjú, en honum var frestað um klukkustund vegna leiks Spánverja og Úkraínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þar á að kynna fjögra ára samning Eiðs Smára við Evrópumeistara Barcelona.

Stefnir í harkalega lendingu

Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir.

Bakslag í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að gríðarlegt bakslag hafi orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar við kjör í nefndir, ráð, stjórnir og hverfaráð í gær. Í átta megin ráð borgarstjórnar hafi meirihlutinn kosið konur til formennsku í aðeins tveimur.

25 milljónir í sekt og 7 mánuði í fangelsi

Karlmaður var í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Manninum er einnig gert að greiða 25 milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði.

Verið að laga Kjalveg

Verið er að laga Kjalveg og verður hann væntanlega opnaður fyrir helgi, fyrir jeppa að minnstakosti. Komið hefur í ljós að talsvert mikið hefur runnið úr afleggjaranum í Kerlingafjöll í vatnavöxtum í vetur, og þarf að lagfæra hann nokkuð. Einhver tími mun þó líða þar til vegurinn um Sprengisand verður opnaður.

Fjórir grunaðir um ölvunarakstur á sama bílnum

Fjórir ölvaðir menn eru grunaðir um að hafa ekið einum og sama bílnum í Reykjavík undir morgun. Lögreglan kom að mönnunum við bílinn og var enginn undir stýri, en greinilegt var að bíllinn hafði nýlega numið staðar. Engin mannanna kannast hinsvegar við að hafa ekið honum og liggja þeir því allir undir grun.

Spáir harkalegri lendingu íslenska hagkerfisins

Poul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings sagði á fundi í London í gær að vaxandi líkur væri á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu. Það var Fitch Ratings, sem breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum.

Sjá næstu 50 fréttir