Innlent

560 lögskilnaðir á síðasta ári

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru lögskilnaðir 560 á síðasta ári og sambúðarslit 631, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Frá árinu 1992 hafa foreldrar hér á landi átt þess kost að fara sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað.

Framan af var algengast að móðir væri ein með forsjá og árið 1994 átti þetta við um 70,6 prósent barna úr lögskilnuðum.

Sama ár var sameiginleg forsjá valin í 22,8 prósentum tilfella. Til samanburðar má geta þess að árið 2005 voru foreldrar með sameiginlega forsjá barna sinna í 72,8 prósentum tilfella eftir lögskilnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×