Innlent

Engin áhrif á starfsemina

Að frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi ekki verið samþykkt á vorþingi mun ekki hafa áhrif á störf Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að sögn Smára Þórarinssonar fjármálastjóra. Hann segir fjárhagslega stöðu sjóðsins vera sterka og að einn milljarður hafi fengist í sjóðinn í kjölfar sölu Símans.

Gunnar Örn Gunnarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri síðastliðinn febrúar, en í dag verður auglýst í stöðu nýs framkvæmdastjóra. Sjóðurinn hefur lítið fjárfest í nýjum fyrirtækjum undanfarin fjögur ár, en að sögn Smára verður breyting þar á með tilkomu aukins fjármagns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×