Innlent

Unga fólkið mjög jákvætt

helgi vilhjálmsson í góu Sannfærður um að lífeyrissjóðirnir geti gert skurk í öldrunarmálunum.fréttablaðið/heiða
helgi vilhjálmsson í góu Sannfærður um að lífeyrissjóðirnir geti gert skurk í öldrunarmálunum.fréttablaðið/heiða

Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisverksmiðjunnar Góu, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar er kannaði viðhorf fólks til málefna lífeyrissjóðanna. Rannsóknin var kostuð af Helga en unnin af IMG Gallup.

Þar kemur fram að rúm 48 prósent aðspurðra telja að hlutverk lífeyrissjóða eigi að vera að byggja hjúkrunarrými eða þjónustuíbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga sína.

Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar vekur athygli að þeir sem vilja að lífeyrissjóðir bæði byggi og reki hjúkrunarheimili eða þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru flestir í yngsta aldurshópnum, 16 til 24 ára, og þeim elsta, 55 til 75 ára.

Aðspurður hvers vegna Helgi hafi ákveðið að láta gera þessa rannsókn segir hann það tilkomið eftir að hafa séð vistarverur föður síns á dvalarheimilinu þar sem hann bjó þegar hann varð áttræður. "Hann deildi þá herbergi með öðrum karli og þar var einn stóll, en ekki einu sinni borð til þess að tefla á," segir Helgi. "Þá fór ég að hugsa að það hlyti að vera eitthvað sem þessir digru lífeyrissjóðir gætu gert fyrir gamla fólkið svo að það þyrfti ekki að búa við svona aðstæður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×