Innlent

Vísað í ólögmætt samráð

Samkeppnis­eftirlitið gerði húsleit hjá Kredit­kortum hf., sem hefur umboð fyrir Mastercard á Íslandi, á þriðjudag í kjölfar húsleitar stofnunarinnar hjá Visa Ísland.

Í dómsúrskurðinum sem fulltrúar eftirlitsins höfðu meðferðis var vísað í 10. grein samkeppnislaga, sem lýtur að ólögmætu samráði fyrirtækja.

Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorta, segir að tilefni húsleitarinnar hafi verið tölvupóstur sem fannst við húsleitina hjá Visa Ísland.

Að sögn Ragnars takmarkaðist leitin við hans starfsstöð, fundargerðir stjórnar og afritun af tölvupóstkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×