Innlent

Ekki gerbreyta skattkerfinu

Geir H. Haarde
Verðandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde Verðandi forsætisráðherra.

Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisvaldið sé að vinna að sínum ráðstöfunum í efnahagsmálum þannig að endurskoðun kjarasamninga geti farið fram milli aðila vinnumarkaðarins strax í þessari viku, ekki í haust eins og kveðið er á um í samningum.

Geir segir koma til greina að leysa þessi mál með samkomulagi, "við erum að vinna í því," segir hann og tekur illa í nýtt lægra skattþrep fyrir hina tekjuminni. "Við höfum ekki fallist á að gerbreyta skattkerfinu en ég vil ekki fara út í smáatriði í þeim viðræðum. Þær eru í gangi."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×