Fleiri fréttir

Unnið samkvæmt álitsgerð

Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, segir vinnu við breytingar á Íbúðalánasjóði vera vel á veg komna en líklegt má telja að breytingarnar nái fram að ganga á þessu ári.

Mikilvægur áfangifyrir Háskóla Íslands

Háskóli Íslands gerði í gær samkomulag við Jarðarstofnun hins bandaríska Kólumbíuháskóla um fjölþætt samstarf. Áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga þar sem íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi.

Telur upptökin hjá samkeppnisaðila

"Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við," sagði Halldór Guðbjarnarson, forstjóri Visa Ísland um húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði hjá fyrirtækinu í gærmorgun samkvæmt dómsúrskurði.

Fimmtíu hrefnur verða veiddar í ár

Ákveðið hefur verið að veiða 50 hrefnur á þessu ári en ekki 39 eins og í fyrra. Skynsamlegt að flýta rannsóknunum, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Markmiðið er að kanna hlutverk hrefnu í vistkerfinu við landið.

Stefnt að sátt um samninga í vikunni

Halldór Ásgrímsson vonast til þess að samkomulag náist um kjarasamninga fyrir vikulok. Ríkisstjórnin hafnaði kröfum Alþýðusambandsins um nýtt skattþrep og breytingar á eftirlaunakerfi æðstu embættismanna um helgina.

Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar verða mislæg

Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða, lækkun leikskólagjalda, útgáfa frístundakorta, opnun gæsluvalla og skipulagning íbúðabyggðar í Örfirisey er meðal þess sem nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að gera á kjörtímabilinu. Þá á að hefja og ljúka framkvæmdum

Enn skortur á svínakjöti

Skortur er á kjöti og ekki víst að úr rætist þó að landbúnaðarráðuneytið hafi heimilað innflutning á tæplega 320 þúsund kílóum af kjöti.

Braut rifbein, borð og rúðu

Karlmaður á sextugsaldri var á mánudag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkams­árásir­ og eignaspjöll, skilorðsbundið til tveggja ára.

Kaupmenn tala um kjötskort

Matvörukarfan verður stöðugt dýrari. Þetta kemur fram í verðbólgumælingu Hagstofunnar sem kynnt var í gær. Verðbólgan er nú átta prósent og er það fyrst og fremst vegna þess að viðhald á eigin húsnæði er dýrara og svo hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað verulega.

Finn fyrir nokkurri depurð

"Ég finn fyrir nokkurri depurð í dag og það er í fyrsta sinn síðan úrslit kosninganna lágu fyrir," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, rétt áður en hún afhenti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, nýjum borgarstjóra, lyklana að skrifstofu borgar­stjóra í gær.

Geir víðförlasti ráðherrann

Þrír nýir ráðherrar munu taka sæti í ríkisstjórn á morgun. Jón Sigurðsson fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Jónína Bjartmarz í umhverfisráðuneytið og Magnús Stefánsson í félagsmálaráðuneytið.

Þrýst á endurkomu Tómasar

Lögmaður Tómasar Zoëga læknis hefur sent forstjóra Landspítalans erindi þar sem óskað er eftir því að haft verði samráð við lækningaforstjóra spítalans um það hvenær Tómas taki aftur við starfi yfirlæknis geðsviðs.

Rok og rigning í Reykjavík

Veðurhorfur eru ekki góðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins næstu vikuna. Samkvæmt veðurstofu byrjar að rigna á þá í dag og verður bleyta og rok fram yfir helgi. Ástæðan er lægð sem er að ganga yfir landið í kjölfar hæðarhryggs, en henni fylgja skýjasvæði sem orsaka rigninguna.

Þagði um félagana vegna ótta

Maður á þrítugsaldri, Mikael Már Pálsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri afbrot.

Man ekki eftir að vera sviptur

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls.

Endurupptöku málsins hafnað

Endurupptökubeiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dómsmáls Jóns Ólafssonar gegn Hannesi í Englandi var fyrir nokkru hafnað en í dag verður áfrýjun Hannesar vegna úrskurðarins tekin fyrir í breskum dómstóli.

Fjögur hringormasmit í fólki

Á undanförnum tveimur árum hafa greinst fjögur tilfelli af hringormasmiti í mönnum á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þeir sem smitast hafa eiga það sameiginlegt að hafa borðað hráan eða illa soðinn fisk, að því er segir í Farsóttafréttum Landlæknis.

Kveikt í blaðabunka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þetta er í annað skiptið sem slökkvilið höfuðborgarinnar er kallað út vegna elds í húsinu á rúmum mánuði.

274 nemendur brautskráðir

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 274 nemendur síðastliðinn laugardag. Nemendurnir voru af átján brautum og úr þremur deildum. Úr lagadeild útskrifuðust 53 nemendur, úr viðskiptadeild 119 nemendur, 78 nemendur útskrifuðust úr tækni- og verkfræðideild og 24 voru brautskráðir af frumgreinasviði.

Lithái áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald til 21. júní yfir Litháa sem grunaður er um aðild að innflutningi á tæpum tveimur lítrum af amfetamíni í vökvaformi, en það nægir til að framleiða rúm 13 kíló af amfetamíni í duftformi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í gæsluvarðhald á föstudag en úrskurðurinn var kærður.

Rúta valt á Bláfellshálsi

Hópferðabíll með 16 erlendum ferðamönnum valt á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og var ökumaður bílsins fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Hann var þó ekki alvarlega slasaður og sakaði aðra farþega ekki.

Býst ekki við áframhaldi á risarækjueldi

Guðlaugur Þór Þórðarsson, nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, á ekki von á því að mikill áhugi verði hjá nýjum meirihluta borgarstjórnar að halda áfram risarækjueldi á vegum fyrirtækisins.

Landsflug rifti samningnum vegna vanefnda

Landsflug hefur rift samningi sem gerður var við Flugfélag Vestmannaeyja um kaup á flugvélum Landsflugs og yfirtöku á innanlandsflugi Landsflugs. Þá hefur Landsflug dregið til baka uppsagnir flugmanna og annarra starfsmanna sem sagt var upp störfum eftir að kaupsamningur var undirritaður 24. maí síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Landsflugs segir vanefndir Flugfélags Vestmannaeyja ástæður riftunar.

Framkvæmd EES samningsins rædd á fundi ráðherraráðs

Framkvæmd EES samningsins var meðal þess sem rætt var á fundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg í gær. Á fundinum voru fulltrúar frá Noregi; Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi, auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB.

Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum

Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir innflutning á rúmum þremur kílóum af hassi og tæpum fjörtíu og sjö grömmum af kókaíni. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í bíl með farþegarferjunni Norrænu en efnin fundust við leit tollvarða og lögreglu á Seyðisfirði 7. mars. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. mars og kemur gæsluvarðhaldið til frádráttar fangelsisdómi hans.

Telur að rekja megi húsleitina til samkeppnisaðila

Samkeppniseftirlitið gerði fyrr í dag húsleit hjá Vísa Íslandi vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Framkvæmdastjóri VISA segist ekkert skilja í aðgerðunum og telur að rekja megi þetta allt til samkeppnisaðila.

Dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot

Karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Maðurinn framdi brot sín með því að skila ekki skýrslum til skattyfirvalda vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi og með því að hafa komið sér undan því að greiða tekjuskatt og úrsvar á árunum 1998 til 2002. Manninum er einnig gert að tuttugu og fimm milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði.

Eve Online fer vel af stað í Kína

Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar.

Heyskapur hafinn undir Eyjafjöllum

Sláttur hófst undir Eyjafjöllum í dag og má telja víst að bændur þar séu þeir fyrstu á landinu til að hefja heyskap þetta sumarið. Þeir segja grasið kraftmikið og gott og svo vel sprottið að það sé byrjað að leggjast.

Eiður Smári væntanlegur til Barcelona í kvöld

Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen er ásamt Arnóri föður sínum væntanlegur til Barcelona í kvöld en fastlega er búist við að tilkynnt verði á morgun um sölu hans frá Englandsmeisturum Chelsea til Evrópumeistara Barcelona fyrir tólfhundruðmilljónir króna. Chelsea tilkynnti nú síðdegis að það hefði gefið Eiði Smára leyfi til viðræðna við Barcelona.

Drífa Snædal ráðin framkvæmdastýra VG

Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún tekur til starfa hjá flokknum í haust en þá lætur Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, af störfum sem framkvæmdastýra.

Vinstri-grænir gagnrýna áherslur nýja meirihlutans

Vinstri hreyfingin-grænt framboð segja að nýmynduð meirihlutastjórn í Reykjavik sé líklega sú versta fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Í yfirlýsingu sem borgarstjórnarflokkur sendi frá sér í dag segir að nýji meirihlutinn muni innsigla gamaldags karlapólitík þar sem verulega hallar á hlut kvenna í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar.

Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti

Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar.

Óásættanlegt að Bandaríkin standi utan við Kyoto-sáttmálann

Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum segir óásættanlegt að Bandaríkin skuli standa utan við Kyoto-sáttmálann. Þetta sagði hann eftir undirritun samstarfs við Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga.

Heimilar veiðar á 50 hrefnum á árinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið leyfi til veiða á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni og hefjast veiðarnar væntanlega á næstu dögum. Veiðarnar undanfarin ár virðast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á ferðamannastraum hingað til lands.

Tafir vegna árekstra í Reykjavík

Þrír minniháttar árekstrar urðu í Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir árekstranna urðu á Bústaðarveg og varð Bústaðaraveg við Litlu hlíð lokað tímabundið vegna þessa. Þriðji áreksturinn var við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar. Búast má við einhverjum töfum í umferðinni vegna þessa en lögregla og tækjabílar virða hörðum höndum að því að greiða fyrir umferð á ný.

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa Ísland í dag og lagði hald á ýmis gögn. Forsvarsmenn Visa hafa boðað til blaðamannafundar vegna atviksins í húsakynnum sínum að Laugavegi 77 klukkan 17 í dag.

Guðlaugur Þór nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur kaus Guðlaug Þór Þórðarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í embætti formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í dag. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, var kjörin varaformaður.

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir inndlutning á fíkniefnum. Maðurinn reyndi að smygla inn tæpum 3,8 kílóum af amfetamíni til landsins í ferðatösku í byrjun febrúar fyrr á þessu ári en hann var þá að koma með flugi frá París í Frakklandi.

Bjarni Ármanns nýr formaður háskólaráðs HR

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, var kjörinn nýr formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík á aðalfundi ráðsins sem haldinn var í dag. Sverrir Sverrisson lét af formennsku í ráðinu en hann hefur setið í háskólaráði frá stofnun skólans árið 1998, þar af síðustu sex árin sem formaður þess.

Eldur kom upp í íbúðarhúsi

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hæðargarði í Nesjum á Höfn í Hornafirði um klukkan eitt í dag. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að mikinn reyk hafi lagt frá húsinu þegar Slökkvilið Hornafjarðar kom á staðinn.

Aldrei fleiri umsóknir um nám við HÍ

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám við Háskóla Íslands. Um tvö þúsund og fjögur hundruð stúdentar sóttu um í grunnnámi næsta skólaár og um átta hundruð í meistar- og doktorsnámi og viðbótarnámi til starfsréttinda.

Stefnir í harkalega lendingu að mati Fitch Ratings

Íslenska hagkerfið stefnir á harkalega lendingu og Seðlabankinn þarf að hækka vexti enn frekar til að halda aftur af verðbólgu að mati forsvarsmanna Fitch Ratings á fundi í Lundúnum í dag. Greint er frá þessu í hálffimmfréttum KB banka.

Ríkisstjórnin hefur hundsað viðvaranir

Ríkisstjórnin hefur hundsað viðvaranir um að efnahagsstjórnin sé í ólagi og hefur stór hluti launafólks orðið fyrir verulegri kaupmáttarrýrnun undanfarið vegna þróunar efnahagsmála. Forseti Alþýðusambandsins segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við tillögum ASÍ um aðkomu stjórnvalda að endurskoðun kjarasamninga valda vonbrigðum. Forsætisráðherra er þó vongóður um að samkomulag náist í vikunni.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kjörinn borgarstjóri

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri rétt í þessu. Vilhjálmur þakkaði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, fyrir velunin störf og sagði Vilhjálmur að hann yrði borgarstjóri allra Reykvíkinga. Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, lagði fram bókun eftir kosninguna þar sem hann lofaði öflugu aðhaldi af hálfu F-listans.

Sjá næstu 50 fréttir