Stefnt að sátt um samninga í vikunni 14. júní 2006 07:00 Halldór Ásgrímsson ræðir við fréttamenn Halldór vonast til þess að samkomulag náist um kjarasamningana í þessari viku en Halldór lagði áherslu á það í máli sínu að það væri mikilvægt að ná fram niðurstöðu í málinu sem fyrst. MYND/hörður Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, vonast til þess að samkomulag náist við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamninga í þessari viku. "Ég hef átt góðar viðræður við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að undanförnu. Ég vonast til þess að þeirri vinnu geti lokið í þessari viku, þar sem mikilvægt er að eyða óvissu um þessi mál sem fyrst," sagði Halldór að loknum næst síðasta ríkisstjórnarfundinum sem hann stýrir, í stjórnarráðshúsinu í gær. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu um síðastliðna helgi áttu Geir H. Haarde og Halldór fund með forystu Alþýðusambandsins í hádeginu síðastliðinn föstudag þar sem línur voru lagðar fyrir áframhald á viðræðunum. Fulltrúar vinnumarkaðarins hafa lýst yfir áhyggjum sínum á verðbólgunni hér á landi að undanförnu en ekki ríkir einhugur um það hvernig er best að vinna gegn henni. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, hafnaði ríkisstjórnin kröfu Alþýðusambandsins um að koma á fót nýju, lægra skattþrepi fyrir láglaunafólk og þá var hún heldur ekki tilbúin til þess að færa lífeyrisréttindi ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna í sama horf og hjá öðrum þjóðfélagshópum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir það vera mikil vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin til þess að verða við þessum kröfum. "Staðan í þessu máli er óljós og það er alveg ljóst að okkur greinir á við ríkisstjórnina um hvernig best sé að hátta málum," og sagði ljóst að það væri ágreiningur um það hvort skynsamlegt væri að hafa meira en eitt skattþrep. "Við teljum að það sé nauðsynlegt að gera breytingar á skattkerfinu með það fyrir augum að bæta stöðu hinna lægst launuðu. Við núverandi verðbólgustöðu er nauðsynlegt að taka skynsamlega á þessum málum." Síðasti fundur ríkisstjórnar undir forystu Halldórs Ásgrímssonar fer fram á fimmtudaginn en viðræðum um kjarasamninga verður fram haldið út vikuna. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, vonast til þess að samkomulag náist við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamninga í þessari viku. "Ég hef átt góðar viðræður við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að undanförnu. Ég vonast til þess að þeirri vinnu geti lokið í þessari viku, þar sem mikilvægt er að eyða óvissu um þessi mál sem fyrst," sagði Halldór að loknum næst síðasta ríkisstjórnarfundinum sem hann stýrir, í stjórnarráðshúsinu í gær. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu um síðastliðna helgi áttu Geir H. Haarde og Halldór fund með forystu Alþýðusambandsins í hádeginu síðastliðinn föstudag þar sem línur voru lagðar fyrir áframhald á viðræðunum. Fulltrúar vinnumarkaðarins hafa lýst yfir áhyggjum sínum á verðbólgunni hér á landi að undanförnu en ekki ríkir einhugur um það hvernig er best að vinna gegn henni. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, hafnaði ríkisstjórnin kröfu Alþýðusambandsins um að koma á fót nýju, lægra skattþrepi fyrir láglaunafólk og þá var hún heldur ekki tilbúin til þess að færa lífeyrisréttindi ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna í sama horf og hjá öðrum þjóðfélagshópum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir það vera mikil vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin til þess að verða við þessum kröfum. "Staðan í þessu máli er óljós og það er alveg ljóst að okkur greinir á við ríkisstjórnina um hvernig best sé að hátta málum," og sagði ljóst að það væri ágreiningur um það hvort skynsamlegt væri að hafa meira en eitt skattþrep. "Við teljum að það sé nauðsynlegt að gera breytingar á skattkerfinu með það fyrir augum að bæta stöðu hinna lægst launuðu. Við núverandi verðbólgustöðu er nauðsynlegt að taka skynsamlega á þessum málum." Síðasti fundur ríkisstjórnar undir forystu Halldórs Ásgrímssonar fer fram á fimmtudaginn en viðræðum um kjarasamninga verður fram haldið út vikuna.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira