Innlent

Aldrei fleiri umsóknir um nám við HÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands MYND/Vísir

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám við Háskóla Íslands. Um tvö þúsund og fjögur hundruð stúdentar sóttu um í grunnnámi næsta skólaár og um átta hundruð í meistar- og doktorsnámi og viðbótarnámi til starfsréttinda.

Ofan á þetta bætast umsóknir erlendra stúdenta sem voru um fimm hundruð. Umsóknarfresti lauk 6. júní og ætti endanlegur fjöldi nýnema að liggja fyrir undir lok júnímánaðar. Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fer fram á morgun og hinn og hafa hátt í þrjú hundruð nemar óskað eftir því að þeyta prófið, sem er metfjöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×