Óásættanlegt að Bandaríkin standi utan við Kyoto-sáttmálann 13. júní 2006 17:26 Svokallað samráðsþing um loftslagsbreytingar hefur farið fram á Nordica Hóteli í gær og í dag. MYND/GVA Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum segir óásættanlegt að Bandaríkin skuli standa utan við Kyoto-sáttmálann. Þetta sagði hann eftir undirritun samstarfs við Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga. Svokallað samráðsþing um loftslagsbreytingar hefur farið fram á Nordica Hóteli í gær og í dag. Þingið er ný tegund samstarfs milli leiðandi fyrirtækja, stofnana og vísindamanna og hefur að markmiði að takast á við loftslagsbreytingar og framtíð orkubúskapar á jörðinni. Forsvarsmenn Háskóla Íslands og Kólumbíaháskóla í Bandaríkjunum undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf skólanna, meðal annars varðandi rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga og nýtingu endurnýjanlegrar orku, auk þess sem samstarfið nær til miðlunar náms- og kennsluefnis og stúdentaskipta. Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, sagði að lokinni undirrituninni að hún væri eðilegt framhald á samstarfi skólanna sem staðið hafi í nokkurn tíma. Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla, Jeffrey D. Sachs, sem nefndur hefur verið einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af tímaritinu Time, skrifaði undir samninginn fyrir hönd bandaríska skólans. Í samtali við fjölmiðla að lokinni undirrituninni kom Sachs inn á Kyoto-sáttmálann um verndun umhverfisins sem Bandaríkjamenn neita að vera aðilar að. Hann sagði að Bandaríkin verði að koma aftur að samstarfi alþjóðasamfélagsins í umhverfismálum því núverandi staða sé óásættanleg. Indland og Kína verði einnig að horfa björtum augum til framtíðar og allir aðilar verði að líta þannig á málið að um sameiginlega hagsmuni allra sé um að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum segir óásættanlegt að Bandaríkin skuli standa utan við Kyoto-sáttmálann. Þetta sagði hann eftir undirritun samstarfs við Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga. Svokallað samráðsþing um loftslagsbreytingar hefur farið fram á Nordica Hóteli í gær og í dag. Þingið er ný tegund samstarfs milli leiðandi fyrirtækja, stofnana og vísindamanna og hefur að markmiði að takast á við loftslagsbreytingar og framtíð orkubúskapar á jörðinni. Forsvarsmenn Háskóla Íslands og Kólumbíaháskóla í Bandaríkjunum undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf skólanna, meðal annars varðandi rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga og nýtingu endurnýjanlegrar orku, auk þess sem samstarfið nær til miðlunar náms- og kennsluefnis og stúdentaskipta. Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, sagði að lokinni undirrituninni að hún væri eðilegt framhald á samstarfi skólanna sem staðið hafi í nokkurn tíma. Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla, Jeffrey D. Sachs, sem nefndur hefur verið einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af tímaritinu Time, skrifaði undir samninginn fyrir hönd bandaríska skólans. Í samtali við fjölmiðla að lokinni undirrituninni kom Sachs inn á Kyoto-sáttmálann um verndun umhverfisins sem Bandaríkjamenn neita að vera aðilar að. Hann sagði að Bandaríkin verði að koma aftur að samstarfi alþjóðasamfélagsins í umhverfismálum því núverandi staða sé óásættanleg. Indland og Kína verði einnig að horfa björtum augum til framtíðar og allir aðilar verði að líta þannig á málið að um sameiginlega hagsmuni allra sé um að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira