Fleiri fréttir

Harður árekstur á Húsavík

Harður árekstur á gatnamótum við hafnarsvæðið á Húsavík í dag þar sem ungur maður á svokölluðu mótorkrosshjóli ók framan á pallbíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík virðist sem ökumanni bifhjólsins hafi fipast á gatnamótunum og hann farið yfir á rangan vegarhelming, en hann ók að sögn lögreglu yfir hámarkshraða á svæðinu.

Verð Húsasmiðjunnar áþekk vöruverði Bauhaus

Forstjóri Húsasmiðjunnar fullyrðir að vöruverð fyrirtækisins sé sambærilegt við verð Bauhaus og á tíðum lægra. Þá fullyrðir hann að Húsasmiðjan hafi boðið vel yfir uppsett verð í lóð Urriðaholts í Garðabæ, lóð sem Byko segist hafa fengið á uppsettu verði.

Töluvert brotnar úr þyrlupalli í Kolbeinsey

Þyrlu verður ekki aftur lent á Kolbeinsey. Það varð ljóst eftir eftirlitsflug Landhelgisgæslunnar úti fyrir Norðurlandi í dag. Þar kom í ljós að tæpur helmingur hefur brotnað úr þyrlupallinum sem steyptur var árið 1989 til að styrkja eyna.

Stærsta átak til eflingar eldvarnareftirlits í áratugi

Mikil þörf hefur verið fyrir búnað hjá slökkviliðinu undanfarin ár, sérstaklega hvað varðar viðbrögð við mengunarslysum. Úr þessu var bætt í dag með stærsta einstaka átaki til að efla eldvarnir í landinu um áratugaskeið.

Ungmenni mótmæla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

Nokkrir tugir ungmenna hafa safnast saman í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í Austurveri þar sem þeir mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Mótmælin eru á vegum sama hóps og stóð fyrir mótmælum í síðustu viku á skrifstofum Alcoa við Suðurlandsbraut, en lögregla var þá kölluð á vettvang og fjarlægði ungmennin.

Vilja hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ

Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra veitti viðtöku undirskriftarlista frá Kvenfálagi Lágafellskirkju í Alþingi í morgun. En konurnar vilja að bygging Hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verði að veruleika. Kvenfélagskonurnar mættu með Salóme Þorkelsdóttur í fararbroddi í alþingi í morgun með undirskriftarlistann, sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra veitti móttöku.

ESB kannar möguleika Íslands á evrunni

Embættismenn Evrópusambandsins í Brussel kanna nú hvort Ísland geti tekið upp evruna eða fengið aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins án þess að ganga í sambandið.

Framboð Íslands með stuðning 60 ríkja

Framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ hefur þegar fengið skriflega staðfestan stuðning um 60 ríkja af 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði Ísland eiga vísan stuðning ýmissa annarra smáríkja og nefndi þar meðal annars að í Karíbahafinu væru fimmtán til tuttugu eyríki sem líklega myndu greiða Íslandi atkvæði sitt. Hann bætti því þó við að kosningar til alþjóðaembætta færu oft á annan veg en skriflegar stuðningsyfirlýsingar bentu til, enda væru kosningarnar leynilegar.

Tók fyrstu skóflustungu án leyfis

Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borgarstjóri í Reykjavík tók fyrstu skóflustunguna að stórri viðbyggingu við Egilsshöll án þess þó að byggingaleyfi lægi fyrir framkvæmdunum. Það er fyrirtækið Nýsir sem stendur að þessum framkvæmdum en það hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús í eigu Sambíóanna sem mun rúma allt að 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar.

Þyrlupallurinn í Kolbeinsey hruninn að hluta

Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er að að stórum hluta hruninn. Þetta blasti við flugmönnum TF-SYNar þegar þeir fóru í eftirlitsflug um miðin nálægt Kolbeinsey í dag.

Gagnrýnin bankaskýrsla skekur Ísland

Gagnrýnin bankaskýrsla skekur Ísland, segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag, og talar um jarðskjálfta í íslensku fjármálakerfi. Sagt er að fjárfestingarbankinn Merill Lync, hafi kastað grjóti í íslensku fjármálavélina með skýrslu sinni um íslenska bankakerfið.

Spítali greiði bætur fyrir heilsutjón

Landspítalinn var í dag dæmdur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í starfi sínu.

Samningur um tónlistarhús undirritaður

Borgarráð samþykkti fyrir sitt leyti samning um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík. Samningurinn verður undirritaður af menntamálaráðherra, borgarstjóra og fleirum í Ráðherrabústaðnum klukkan fimm í dag og verður NFS á staðnum með beina útsendingu.

Fengu þau skilaboð að verðið réði öllu

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir fyrirtækið hafa boðið umfram gjaldskrá í lóð Urriðaholts í Garðabæ eftir að hafa fengið þau skilaboð frá stjórn Urriðaholts að verðið réði úrslitum um hver fengi lóðina. Byko bauð ekki umfram gjaldskrá.

Byko bauð ekki umfram gjaldskrá segir Ásdís Halla

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir fyrirtækið hafa boðið umfram gjaldskrá í lóð Urriðaholts í Garðabæ eftir að hafa fengið þau skilaboð frá stjórn Urriðaholts að verðið réði úrslitum um hver fengi lóðina. Byko bauð ekki umfram gjaldskrá.

Íslendingar óháðir Bandaríkjamönnum

Geir H. Haarde neitar því að Bandaríkin myndu hafa óeðlileg áhrif á atkvæðagreiðslu Íslands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef Ísland næði kjöri. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Stjörnu-Oddi hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár

Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska.

Bríet blés til baráttufundar

Feministafélagið Bríet blés til baráttufundar á veitingahúsinu Döbbliner í gærkvöld í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.

Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma

Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald.

Erfiður morgunn

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Garðsvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og valt. Bæði ökumaðurinn og farþegi í bílnum sluppu með skrámur, en voru vistaðir í fangageymslum í nótt.

Lögregla hefur afskipti af hústökufólki

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af svonefndu hústökufólki, sem í stór auknum mæli er farið að hreiðra um sig í auðum húsum, einkum á svæði hundrað og einum.

Sólveig gagnrýnd

Stjórnarandstöðuþingmenn gripu enn til þess ráðs í gærkvöldi , að lengja mál sitt við aðra umræðu um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, til að tefja fyrir framgöngu málsins.

Bíða milli vonar og ótta

Hagsmunaaðillar á fjármálamarkaði bíða nú milli vonar og ótta eftir því hvað gerist á markaðnum í dag, eftir að krónan lækkaði um tæp þrjú prósent í gær og úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði um rúm þrjú prósent á einum degi, sem telst til tíðinda þar á bæ.

Ekki óhugsandi að semja mætti um evruna

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir mjög merkilegt að iðnaðar- og viðskiptaráðherra lýsi opinberlega yfir áhuga á að Ísland taki upp evruna í stað íslensku krónunnar, án þess þó að ganga í Evrópusambandið. Hann segir að áhugavert yrði að fylgjast með viðbrögðum Evrópusambandsins ef íslensk stjórnvöld legðu fram formlega beiðni um að fá að taka upp evruna og ekki fráleitt að athuga þann möguleika.

Kæra rekstur fríhafnarinnar

Samtök verslunar og þjónusta hyggjast kæra starfsemi komuverslunarinnar í Leifstöð til Eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingar samtakanna eru að ganga frá kærunni og vonast er til að hægt verði að leggja hana fram í næstu viku. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra samtakanna eru þau orðin langþreytt á ástandinu.

Baráttufundur kvenna á Dubliners

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni efndi Feministafélagið Bríet til baráttufundar á Döbbliners í kvöld. Á fundinum sveif andi fyrri tíma yfir með viðeigandi veggspjöldum og slagorðum. Minnst var upphafs kvennabaráttunnar meðal annars með því að lesa úr ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá árinu 1887 og nútímafeministar ræddu um það sem stendur þeim næst.

Ræða ekki mál Jónasar

Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingalögum vegna slyssins sem varð aðfaranótt laugardagsins tíunda september síðastliðinn. Þau Friðrik Ásgeir Hermannsson og Matthildur Harðardóttir létu lífið í slysinu.

Ekki undir bandarískum áhrifum

Geir H. Haarde neitar því að Bandaríkin myndu hafa óeðlileg áhrif á atkvæðagreiðslu Íslands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef Ísland næði kjöri. Hann sagði þó að Íslendingar væru ekki einir í heiminum og að ákvarðanir nágranna okkar og bandamanna hafi alltaf áhrif á utanríkisstefnu Íslands að vissu marki. Þetta kom fram á fyrirlestri hans hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta kom fram á fyrirlestri hans hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í dag.

Magnus Carlsen efstur

Norðmaðurinn Magnus Carlsen er efstur á Reykjavíkurskákmótinu sem stendur. Hann er með þrjá vinninga þegar flestum skákum þriðju umferðar er lokið en Þröstur Þórhallsson sem vann tvær fyrstu skákir sínar situr enn að tafli gegn franska stórmeistaranum Igor-Alexander Nataf.

Mjög hefur dregið úr fasteignasölu

Sala á íbúðum í fjölbýli hefur dregist saman um 26 prósent milli ára að því er fram kemur í tölum frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma hefur sala á einbýlishúsum aukist um fimmtán prósent.

Bakarar mótmæla raforkuverði

Bakarameistarar eru afar ósáttir við miklar verðhækkanir á raforku síðan ný orkulög tóku gildi. Fyrri samningi þeirra um lágt raforkuverð að næturlagi var rift og við það hækkaði rafmagnsverð til bakaría um allt að 50 prósent.

Mótmæla styttingu náms

Framhaldsskólanemendur deildu við menntamálaráðherra inni á Alþingi í dag um fyrirhugaða styttingu náms. Fyrr um daginn mótmælti fjöldi nemenda við Austurvöll. Nemendur telja að stytting skerði nám þeirra og segja kennara sína hvetja sig áfram í baráttunni.

Stefnum að hvalveiðum í atvinnuskyni

Íslendingar stefna að því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Enn á eftir að ákveða hvenær veiðar hefjast sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, á Alþingi í dag.

Stjörnuryk

Hollywood gefur Íslandi augljóslega auknar gætur því í bígerð er að taka upp stórmynd hér á landi innan tíðar. Myndin mun bera titilinn Stjörnuryk og skarta stjörnum á borð við Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Claire Danes og Charlie Cox.

Nauðsynlegt er að þýða kjarasamninga

Verkalýðshreyfingin vill fjárstyrk frá félagsmálaráðuneytinu til að þýða meginefni kjarasamninga á erlend tungumál, en fær ekkert svar. Þetta kom fram á stórri kvennaráðstefnu í dag.

Valgerður vill evru!

Ísland gæti hæglega tekið upp evruna og gengið í myntbandalag Evrópu, án þess að ganga í Evrópusambandið, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í pistli á heimasíðu sinni. Óraunhæft, segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands.

Mótmæltu kvöldfundi um vatnalög

Stjórnarandstæðingar mótmæltu því við upphaf þingfundar klukkan sex að haldinn væri kvöldfundur til að fjalla um vatnalög, eitt umdeildasta frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi.

Tilkynn um eld á Meistaravöllum

Tilkynnt var um eld í íbúð á Meistaravöllum nú rétt eftir klukkan fimm og var allt lið slökkviliðsins sent á staðinn. Reyndist einungis um pott á eldavélahellu að ræða og því var öllum bílunum snúið við nema einum dælubíl sem er enn að störfum við reykræstingu.

Vélstjórar ræða kjarasamning við LÍÚ

Forystumenn Vélstjórafélags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna ræddu nýjan kjarasamning á fundi í dag. Vélstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum.

Sjá næstu 50 fréttir