Innlent

Vilja hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ

Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra veitti viðtöku undirskriftarlista frá Kvenfálagi Lágafellskirkju í Alþingi í morgun. En konurnar vilja að bygging Hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verði að veruleika. Kvenfélagskonurnar mættu með Salóme Þorkelsdóttur í fararbroddi í alþingi í morgun með undirskriftarlistann, sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra veitti móttöku.

Konur í Kvenfélagi Lágafellssóknar hafa gengið í hús síðustu mánuði og safnað undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld til að hefja byggingu á hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, en bæjarfélagið hefur í áratug sótt árlega um leyfi til að hefja byggingu hjúkrunarheimilisins en án árangurs, 2422 undirskriftir söfnuðust en íbúar Mosfellsbæjar eru nú 7200. Eldra fólki fjölgar stöðugt í bænum og er því full þörf á nýju hjúkrunarheimili. Ráðherra bauð konunum í kaffi eftir afhendinguna og lá bara nokkuð vel á þeim þar sem þær ræddu um þá brýnu þörf sem hjúkrunarheimilið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×