Innlent

Baldur Þórhallsson segir yfirlýsingu viðskiptaráðherra athyglisverða

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir mjög athyglisvert að iðnaðar- og viðskiptaráðherra lýsi opinberlega yfir áhuga á að Ísland taki upp evruna í stað íslensku krónunnar, án þess þó að ganga í Evrópusambandið.

Valgerður Sverrisdóttir sagði í pistli á heimasíðu sinni, að ekkert í reglum Evrópusambandsins banni beinlínis að ríki sem ekki séu aðilar að Evrópusambandinu, og að þetta sé möguleiki sem vert sé að athuga. Að mati Tryggva Þórs Herbertssonar hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er þó afar hæpið að framkvæmdastjórn ESB samþykki aðild að myntbandalagi Evrópu án fullrar aðildar að Evrópusambandinu. Baldur Þórhallsson segir að afar athyglisvert yrði að sjá viðbrögð ESB ef íslensk stjórnvöld sæktu um aðild að evrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×