Innlent

Bakarar mótmæla raforkuverði

Bakari að störfum.
Bakari að störfum. MYND/Hari

Bakarameistarar eru afar ósáttir við miklar verðhækkanir á raforku síðan ný orkulög tóku gildi. Fyrri samningi þeirra um lágt raforkuverð að næturlagi var rift og við það hækkaði rafmagnsverð til bakaría um allt að 50 prósent.

Á aðalfundi Landssambands bakarameistara sem var haldinn á dögunum var samþykkt ályktun þar sem verðhækkuninni var mótmælt. Þar segir meðal anars að þessi hækkun geti ekki verið í samræmi við vilja stjórnvalda til að lækka verð matvælaverð.

Bakarar nutu löngum góðs af því þegar kom að samningum um raforkuverð að starfsemi þeirra er mest að næturlagi þegar raforkunotkun landsmanna er lítil. Því var samið um afslátt þeirra af raforkuverði gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tímum sólarhrings ef þörf krefði. Þetta fyrirkomulag hefur nú verið aflagt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×