Innlent

Mótmæla styttingu náms

Framhaldsskólanemendur deildu við menntamálaráðherra inni á Alþingi í dag um fyrirhugaða styttingu náms. Fyrr um daginn mótmælti fjöldi nemenda við Austurvöll. Nemendur telja að stytting skerði nám þeirra og segja kennara sína hvetja sig áfram í baráttunni.

Nokkur hundruð framhaldsskólanema söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs. Höfðu þeir meðferðis krans sem tákn um aðför að menntakerfinu. Nokkrir nemendanna náðu tali af ráðherranum síðar um daginn innan dyra Alþingis og upphófust heitar umræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×