Innlent

Borgarráð samþykkti einróma að úthluta Bauhaus lóð

Borgarráð samþykkti einróma í dag að úthluta byggingarvörufyrirtækinu Bauhaus lóð við Úlfarsfell. Þar með lýkur tilraunum Bauhaus til að fá úthlutað lóð á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst leitaði fyrirtækið eftir lóð í Kópavogi, en það gekk ekki. Þá var leitað til Garðbæinga, en eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga fékk Byko lóðina þar eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Bauhaus við Urriðaholt. Þróunarstjóri Bauhaus sagði í fréttum okkar í fyrradag að tilkoma fyrirtækisins á íslenskan markað kæmi til með að skila sér í lægra verði og meira vöruúrvali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×