Innlent

Bíða milli vonar og ótta

MYND/STEFAN
Hagsmunaaðillar á fjármálamarkaði bíða nú milli vonar og ótta eftir því hvað gerist á markaðnum í dag, eftir að krónan lækkaði um tæp þrjú prósent í gær og úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði um rúm þrjú prósent á einum degi, sem telst til tíðinda þar á bæ. Mestu munaði um lækkun fjármálafyrirtækjanna, en gengi í Íslandsbanka, Straumi-Burðarási, Landsbankanum og KB banka lækkaði um þrjú og hálft til fjögur og hálft prósent. Þettta er rakið til mats Merrill Lynch verðbréfafyrirtækisins, á íslenska peningamarkaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×