Innlent

Íslendingar óháðir Bandaríkjamönnum

Geir H. Haarde neitar því að Bandaríkin myndu hafa óeðlileg áhrif á atkvæðagreiðslu Íslands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef Ísland næði kjöri. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Utanríkisráðherra segir óhjákvæmilegt að taka tillit til utanríkisstefnu nágranna okkar en að endanleg ábyrgð liggi alltaf hjá Íslendingum.

Ef Ísland færi inn í Öryggisráðið myndi þurfa að fjölga tímabundið starfsfólki í fastanefndinni og til greina kæmi að setja upp gagnagrunn íslenskra sérfræðinga um öryggis- og alþjóðamál sem hægt væri að leita til. Ráðherra sagðist þó ekkert vera farinn að íhuga stöðuveitingar fastafulltrúa eða starfsfólks sem bætt yrði við hjá fastanefndinni, að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×