Innlent

Gagnrýnin bankaskýrsla skekur Ísland

Gagnrýnin bankaskýrsla skekur Ísland, segir danska viðskiptablaðið Børsen í dag, og talar um jarðskjálfta í íslensku fjármálakerfi. Sagt er að fjárfestingarbankinn Merill Lync, hafi kastað grjóti í íslensku fjármálavélina með skýrslu sinni um íslenska bankakerfið.

Mynd af KB-banka undir fyrirsögninni "Hörð gagnrýni hristir upp í íslenskum bönkum", er aðalfréttin á forsíðu Børsens í dag. Sérfræðingur Danske Bank líkir ástandinu á Íslandi við upphafið að fjármálakreppu í Asíu á árunum 1997-98. Veislunni er kannski að ljúka, segir í myndatexta í miðopnu. Myndrænt er sýnt fram á að íslenskir bankar missi lánstraust, íslenska krónan taki dýfu og að bankarnir sjálfir standi í skotlínunni, eftir lækkun á gengi bréfa þeirra í gær. Svo til öll miðopna blaðsins er íslensk. Í sérgrein um íslensku krónuna segir að hún hafi lækkað um níu prósent gagnvart þeirri dönsku á nokkrum vikum. Børsen minnist á gagnrýni Merrill Lynch um skammtíma milljarða lán og að mikil eign íslenskra banka í öðrum fyritækjum veiki markaðinn. Haft er eftir Jóhannesi Sigurgeirssyni hjá Kaupþingi að ekkert nýtt sé á ferðinni. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans segir umfjöllun ýmissa fjármálafyritækja oft byggða á misskilningi eða vanþekkingu á íslenska markaðnum. Við fjöllum meira um ráðstefnu um "íslensku innrásina" í Danmörku í kvöldfréttum NFS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×