Innlent

Kæra rekstur fríhafnarinnar

MYND/Gunnar V. Andrésson

Samtök verslunar og þjónusta hyggjast kæra starfsemi komuverslunarinnar í Leifstöð til Eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingar samtakanna eru að ganga frá kærunni og vonast er til að hægt verði að leggja hana fram í næstu viku. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra samtakanna eru þau orðin langþreytt á ástandinu.

Sigurður segir greinilegt að komuverslunin sé í beinni samkeppni við einkarekna verslun og að öll markaðssetning verslunarinnar miði að því að bera saman verð í versluninni og verð í öðrum verslunum landsins. Þá hafi samtökin til að mynda sent Fjármálaráðuneytinu bréf í október síðastliðnum þar sem þau bentu á að samkvæmt nýjum tollalögum sé komuverslunin á undanþágu. Skorað er á ráðuneytið að setja reglugerð sem takmarkar vöruúrval í komuversluninni án tafar. Samtökin hafa ekki fengið nein viðbrögð við bréfinu og hafa því ákveðið að kæra starfsemi komuverslunarinnar til Eftirlitsstofnunar EFTA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×