Fleiri fréttir Erlend matsfyrirtæki gagnrýnd Greiningardeild Merrill Lynch, eins stærsta verðbréfafyrirtækis í heimi, gagnrýnir erlend matsfyrirtæki og segir að þau hefðu átt að gefa íslensku bönkunum lakara lánshæfismat en þau hafa gefið þeim. 8.3.2006 12:45 Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi Frekari uppbygging hátæknifyrirtækisins Marels verður í Slóvakíu en ekki á Íslandi, vegna óviðunandi skilyrða útflutningsfyrirtækja hér á landi, að sögn forstjóra Marels. 8.3.2006 12:17 Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. 8.3.2006 12:15 Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun sem er töluverð breyting á svo skömmum tíma. Telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við. 8.3.2006 11:11 Kært fyrir einkadans í lokuðu rými Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger í Kópavogi, og tvær erlendar dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að standa fyrir og sýna einkadans í lokuðu rými á staðnum í október í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 8.3.2006 10:15 Tveir ökumenn sluppu ómeiddir Ökumenn tveggja bíla sem ultu seint í gærkvöldi vegn óvæntrar hálku, sluppu ómeiddir en bílarnir eru hins vegar báðir stór skemmdir. 8.3.2006 10:07 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir styrkt um 5 milljónir í 4 ár Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skrifuðu í morgun undir samning um árlegn 5 milljóna króna styrk til næstu 4 ára. Fénu verður varið til þeirra verkefna sem stofnunin sinnir og til að efla hana með markvissum hætti. 8.3.2006 10:00 Mun fleiri fá ríkisborgararétt árlega nú en fyrir 15 árum Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti á vef sínum upplýsingar um veitingu íslensks ríkisfangs. Tölurnar byggja á upplýsingum úr þjóðskrá og sýna fjölda einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum á árunum 1991 til 2005. Einstaklingum sem hafa fengið íslenskt ríkisfang hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum. Árið 2005 voru þeir 726 samborið við 161 árið 1991. 8.3.2006 09:45 Hátt í 22 milljónir lítra af áfengi seldir í fyrra Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. Seldir voru hátt í 22 milljón lítrar af áfengi á síðasta ári samanborið við rúma 20 árið áður. 8.3.2006 08:45 Kæran jafnast á við skopmyndabirtingu Forstöðumaður Krossins segir að kæra Samtakanna 78 gegn sér jafnist á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Hann áréttar skoðun sína um að samkynhneigðir eigi ekki að ala upp börn. 8.3.2006 08:45 Óánægja með nýtt vaktakerfi Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í gær. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 8.3.2006 08:30 Nefnd um olíuleit Olíuleit á íslenska hluta Jan Myen hryggisns, norðaustur af landinu, gæti hafist strax á næsta ári, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Hún ákvað í gær að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta, sem málið varðar. 8.3.2006 08:15 Íslensk stjórnvöld ekki staðið við sitt Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem þau gáfu Íslenskri erfðagreiningu og hafa yfirlýsingar þeirra frekar skaðað fyrirtækið en hitt að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson ver gestur Þorfinns og Rósu á Fréttavaktinni eftir hádegi í gær. Þar sagði hann velvilja stjórnvalda ekki hafa skilað sér til Íslenskrar erfðagreiningar og frekar skaðað það en hitt. 8.3.2006 08:15 Viðgerðum á TF-SIF lokið Viðgerð á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lauk í gærkvöldi og er hún nú komin í gagnið eftir langt stopp vegna skorts á varahlutum. Stóra þyrlan verður áfram úr leik fram í miðjan mánuðinn. 8.3.2006 08:00 Eþíópískur maður í farbann Hæstiréttur staðfesti í gær farbann Héraðsdóms yfir eþíópskum manni, sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum. 8.3.2006 07:45 Vatnalög rædd fram á nótt Stjórnarandstöðunni tókst það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að annarri umræðu um ný vatnalög iðnaðarráðherra lyki í gær. Umræðan stóð fram á nótt. 8.3.2006 07:45 Gengi hlutabréfa í deCode lækkaði Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra. Kári Stefánsson forstjóri segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu. 8.3.2006 07:15 Ekki er allt sem sýnist Ekki er allt sem sýnist, segir í yfirskrift ítarlegrar skýrslu, sem verðbréfafyrirtækið Merrill Lynch gaf út í gær og Morgunblaðið greinir frá. Merrill Lynch, sem er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki í heimi, gangrýnir matsfyrirtækin Fitch Ratings og Moody´s fyrir lánshæfismat þeirra á íslensku bönkunum og telur að þeir hafi átt að fá lakara mat en fyrirtækin gáfu þeim. 8.3.2006 07:00 Álandvaka í Hljómalind Í kvöld fór fram álandvaka á kaffihúsinu Hljómalind. Aðstandendur andvökunnar vildu með henni efla landann til að virkja hugann. Hugmyndin að ál andvöku kviknaði þegar Húsvíkingar héldu álgleði til að fagna ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers á Bakka. Hingað til hefur skort hugmyndir um atvinnustarfsemi sem gæti komið í stað álvers og því vilja aðstandendur ál andvökunnar ráða bót á. Tilgangur kvöldsins var að fá fólk til að setjast niður og setja hugmyndir á blað sem síðan á að koma til stjórnvalda. 8.3.2006 00:01 Glæsilegur skáksigur Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum í viðureign sinni við stórmeistarann Shakriyar Mamedyarov sem er einn af fimmtán bestu skákmönnum heims að sögn Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Þetta er fyrsti sigur Íslendings á stórmeistara með yfir 2700 stig í sjö ár. 7.3.2006 22:52 Óttist ekki Íslendingum er ekki bráð hætta búin þótt fuglaflensan berist hingað til lands. Þetta segir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. Hann segist ekki búast við sýktum farfuglum til landsins fyrr en sjúkdómurinn er búinn að greinast í farfuglum á Bretlandseyjum þar sem flestir íslenskir farfuglar hafi vetursetu þar eða komi þar við á leiðinni. 7.3.2006 21:51 Mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi Fyrirtækið Enex mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi til framleiðslu á raforku með jarðvarmastöð sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Framkvæmdir hefjast nú í haust. 7.3.2006 21:23 Óánægja með nýtt vaktakerfi Strætó Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í morgun. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 7.3.2006 21:20 Ófært að bjóða börnum uppá uppeldi hjá samkynhneigðum pörum Forstöðumaður Krossins segir meiðyrðakæru Samtakanna 78 jafnast á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Muhameð spámanni. 7.3.2006 21:18 Íslendingar kaupa meira áfengi Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% á milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. 7.3.2006 21:06 Metþátttaka á skákmóti Aldrei hafa fleiri erlendir stórmeistarar tekið þátt í alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og aldrei fleiri konur. Færri komust að en vildu og tóku sumar konurnar mótið fram yfir heimsmeistaramót kvenna sem haldið er nú á sama tíma. 7.3.2006 21:00 Læknir braut lög um persónuvernd Yfirlæknir á Landspítalanum braut lög um persónuvernd þegar hann sótti upplýsingar í sjúkraskrá í heimildarleysi þegar hann var að vinna álit fyrir tryggingafélag. 7.3.2006 18:40 Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Slysið varð þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri í Viðeyjarsundi í september síðastliðnum. 7.3.2006 18:35 Eldingar granda ekki flugvélum Ekkert er að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar, líkt og gerðist í flugtaki vélar Icelandair í gær, að sögn fyrrum flugmanns og sérfræðings í áfallahjálp við farþega sem lenda í uggvænlegum uppákomum í háloftunum. 7.3.2006 17:38 Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. 7.3.2006 17:34 16 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri Það virðist ekkert lát á hraðakstri ökumanna. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan sjö í morgun. Allir ökumenn voru að keyra innanbæjar og fimm þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði voru að keyra í nágrenni við skóla þar sem hámarkshraði er 30 km. 7.3.2006 16:52 Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. 7.3.2006 16:22 Spron styrkir Hjálparsíma RKÍ Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 hefur hlotið þriggja milljón króna styk frá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Styrkurinn var afhentur á aðalfundi SPRON í gærkvöldi. Hjálparsíninn 1717 hefur verið starfræktur síðan árið 2002 og gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlutstun til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda vegna ýmissa erfiðleika. 7.3.2006 16:08 Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. 7.3.2006 15:50 Sinntu öryggishlutverki sínu Broddi Broddason, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því alfarið að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig í fréttaflutningi af jarðskjálftanum við Kleifarvatn í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi á Alþingi í gær Ríkisútvarpið fyrir að sinna öryggishlutverki sínu ekki sem skildi í fréttaflutningi af skjálftanum í gær. 7.3.2006 15:18 Kaupþing selur hlut sinn í Baugi Kaupþing banki seldi 8,75 prósenta hlut sinn í Baugi Group í dag og innleysti þar með 3,3 milljarða króna hagnað. Kaupendur eru fjárfestingafélagið Gaumur og Eignarhaldsfélagið ISP, félög í eigu Baugsfjölskyldunnar og Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 7.3.2006 13:31 Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey Ingólfur Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt ef yfirvöld ráðast í að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann segir margt betra við peningana að gera og fráleitt að eyða þeim í uppátæki Yoko sem sé einungis fjárplógsstarfsemi í nafni friðarátaks. 7.3.2006 13:24 Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs af útlánum lækka á morgun úr 4,70 prósentum í 4,65 prósent af almennum lánum. Einnig er hægt að fá lán með 4,40 prósenta vöxtum en þá verður lántaki að greiða uppgreiðslugjald ef hann vill greiða lánið upp hraðar en samið er um í upphafi. 7.3.2006 13:00 Breytt vaktakerfi vegna óánægju vagnstjóra Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætós, hófst í morgun handa við að kynna vagnstjórum fyrirtækisins nýtt vaktakerfi sem taka á við af fyrra vaktakerfi sem valdið hefur mikilli óánægju meðal vagnstjóra. 7.3.2006 12:45 Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7.3.2006 12:30 Farþegar ekki í sérstakri hættu Ekkert í frumrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa á atvikinu þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, bendir til að farþegar og áhöfn hafi verið í sérstakri hættu. 7.3.2006 12:15 Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. 7.3.2006 12:13 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. 7.3.2006 12:04 Hræðast samkeppni Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus segist handviss um að verslunarkeðjan fái lóð í Reykjavík fyrr eða síðar. Byko og Húsasmiðjan séu hrædd við samkeppni, enda myndi Bauhaus bjóða meira vöruúrval og verð myndi lækka um tuttugu prósent. 7.3.2006 11:53 Svindl í nafni UNICEF Greint var frá því í fréttum RÚV í gær að dæmi væru um að einstaklingar svindluðu pening frá aðilum í íslenskri ferðaþjónsutu í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, eða annarra samtaka. UNICEF á Íslandi hefur sent frá sér frettatilkynningu til að koma eftirfarandi á framfæri: 7.3.2006 11:32 Sjá næstu 50 fréttir
Erlend matsfyrirtæki gagnrýnd Greiningardeild Merrill Lynch, eins stærsta verðbréfafyrirtækis í heimi, gagnrýnir erlend matsfyrirtæki og segir að þau hefðu átt að gefa íslensku bönkunum lakara lánshæfismat en þau hafa gefið þeim. 8.3.2006 12:45
Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi Frekari uppbygging hátæknifyrirtækisins Marels verður í Slóvakíu en ekki á Íslandi, vegna óviðunandi skilyrða útflutningsfyrirtækja hér á landi, að sögn forstjóra Marels. 8.3.2006 12:17
Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. 8.3.2006 12:15
Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 3% í morgun sem er töluverð breyting á svo skömmum tíma. Telja sérfræðingar að þar valdi að viðskipthallinn hafi reynst meiri en búist var við. 8.3.2006 11:11
Kært fyrir einkadans í lokuðu rými Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger í Kópavogi, og tvær erlendar dansmeyjar hafa verið ákærðar fyrir að standa fyrir og sýna einkadans í lokuðu rými á staðnum í október í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 8.3.2006 10:15
Tveir ökumenn sluppu ómeiddir Ökumenn tveggja bíla sem ultu seint í gærkvöldi vegn óvæntrar hálku, sluppu ómeiddir en bílarnir eru hins vegar báðir stór skemmdir. 8.3.2006 10:07
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir styrkt um 5 milljónir í 4 ár Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skrifuðu í morgun undir samning um árlegn 5 milljóna króna styrk til næstu 4 ára. Fénu verður varið til þeirra verkefna sem stofnunin sinnir og til að efla hana með markvissum hætti. 8.3.2006 10:00
Mun fleiri fá ríkisborgararétt árlega nú en fyrir 15 árum Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti á vef sínum upplýsingar um veitingu íslensks ríkisfangs. Tölurnar byggja á upplýsingum úr þjóðskrá og sýna fjölda einstaklinga sem fengu íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum á árunum 1991 til 2005. Einstaklingum sem hafa fengið íslenskt ríkisfang hefur fjölgað mjög ört á síðustu árum. Árið 2005 voru þeir 726 samborið við 161 árið 1991. 8.3.2006 09:45
Hátt í 22 milljónir lítra af áfengi seldir í fyrra Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. Seldir voru hátt í 22 milljón lítrar af áfengi á síðasta ári samanborið við rúma 20 árið áður. 8.3.2006 08:45
Kæran jafnast á við skopmyndabirtingu Forstöðumaður Krossins segir að kæra Samtakanna 78 gegn sér jafnist á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Hann áréttar skoðun sína um að samkynhneigðir eigi ekki að ala upp börn. 8.3.2006 08:45
Óánægja með nýtt vaktakerfi Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í gær. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 8.3.2006 08:30
Nefnd um olíuleit Olíuleit á íslenska hluta Jan Myen hryggisns, norðaustur af landinu, gæti hafist strax á næsta ári, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Hún ákvað í gær að skipa nefnd ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta, sem málið varðar. 8.3.2006 08:15
Íslensk stjórnvöld ekki staðið við sitt Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem þau gáfu Íslenskri erfðagreiningu og hafa yfirlýsingar þeirra frekar skaðað fyrirtækið en hitt að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson ver gestur Þorfinns og Rósu á Fréttavaktinni eftir hádegi í gær. Þar sagði hann velvilja stjórnvalda ekki hafa skilað sér til Íslenskrar erfðagreiningar og frekar skaðað það en hitt. 8.3.2006 08:15
Viðgerðum á TF-SIF lokið Viðgerð á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lauk í gærkvöldi og er hún nú komin í gagnið eftir langt stopp vegna skorts á varahlutum. Stóra þyrlan verður áfram úr leik fram í miðjan mánuðinn. 8.3.2006 08:00
Eþíópískur maður í farbann Hæstiréttur staðfesti í gær farbann Héraðsdóms yfir eþíópskum manni, sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum. 8.3.2006 07:45
Vatnalög rædd fram á nótt Stjórnarandstöðunni tókst það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að annarri umræðu um ný vatnalög iðnaðarráðherra lyki í gær. Umræðan stóð fram á nótt. 8.3.2006 07:45
Gengi hlutabréfa í deCode lækkaði Gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar féll um 7,4% á Nasdaq markaði vestra í gær, eftir að birtar voru tölur um 4 milljarða króna halla í fyrra. Kári Stefánsson forstjóri segist allt eins líta á hallann sem fjárfestingu. 8.3.2006 07:15
Ekki er allt sem sýnist Ekki er allt sem sýnist, segir í yfirskrift ítarlegrar skýrslu, sem verðbréfafyrirtækið Merrill Lynch gaf út í gær og Morgunblaðið greinir frá. Merrill Lynch, sem er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki í heimi, gangrýnir matsfyrirtækin Fitch Ratings og Moody´s fyrir lánshæfismat þeirra á íslensku bönkunum og telur að þeir hafi átt að fá lakara mat en fyrirtækin gáfu þeim. 8.3.2006 07:00
Álandvaka í Hljómalind Í kvöld fór fram álandvaka á kaffihúsinu Hljómalind. Aðstandendur andvökunnar vildu með henni efla landann til að virkja hugann. Hugmyndin að ál andvöku kviknaði þegar Húsvíkingar héldu álgleði til að fagna ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers á Bakka. Hingað til hefur skort hugmyndir um atvinnustarfsemi sem gæti komið í stað álvers og því vilja aðstandendur ál andvökunnar ráða bót á. Tilgangur kvöldsins var að fá fólk til að setjast niður og setja hugmyndir á blað sem síðan á að koma til stjórnvalda. 8.3.2006 00:01
Glæsilegur skáksigur Þröstur Þórhallsson bar sigur úr býtum í viðureign sinni við stórmeistarann Shakriyar Mamedyarov sem er einn af fimmtán bestu skákmönnum heims að sögn Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Þetta er fyrsti sigur Íslendings á stórmeistara með yfir 2700 stig í sjö ár. 7.3.2006 22:52
Óttist ekki Íslendingum er ekki bráð hætta búin þótt fuglaflensan berist hingað til lands. Þetta segir Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúkdóma. Hann segist ekki búast við sýktum farfuglum til landsins fyrr en sjúkdómurinn er búinn að greinast í farfuglum á Bretlandseyjum þar sem flestir íslenskir farfuglar hafi vetursetu þar eða komi þar við á leiðinni. 7.3.2006 21:51
Mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi Fyrirtækið Enex mun virkja gamlar olíuborholur í Ungverjalandi til framleiðslu á raforku með jarðvarmastöð sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Framkvæmdir hefjast nú í haust. 7.3.2006 21:23
Óánægja með nýtt vaktakerfi Strætó Trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó lýsir óánægju með nýtt vaktakerfi sem Ásgeir Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins kynnti í morgun. Vaktakerfið tekur að óbreyttu gildi 9. apríl. 7.3.2006 21:20
Ófært að bjóða börnum uppá uppeldi hjá samkynhneigðum pörum Forstöðumaður Krossins segir meiðyrðakæru Samtakanna 78 jafnast á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Muhameð spámanni. 7.3.2006 21:18
Íslendingar kaupa meira áfengi Áfengissala hér á landi jókst um tæp 7% á milli áranna 2004 og 2005. Um 5% aukningu er að ræða á hvern íbúa 15 ára og eldri sem er með því mesta sem verið hefur á síðustu árum. 7.3.2006 21:06
Metþátttaka á skákmóti Aldrei hafa fleiri erlendir stórmeistarar tekið þátt í alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og aldrei fleiri konur. Færri komust að en vildu og tóku sumar konurnar mótið fram yfir heimsmeistaramót kvenna sem haldið er nú á sama tíma. 7.3.2006 21:00
Læknir braut lög um persónuvernd Yfirlæknir á Landspítalanum braut lög um persónuvernd þegar hann sótti upplýsingar í sjúkraskrá í heimildarleysi þegar hann var að vinna álit fyrir tryggingafélag. 7.3.2006 18:40
Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Slysið varð þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri í Viðeyjarsundi í september síðastliðnum. 7.3.2006 18:35
Eldingar granda ekki flugvélum Ekkert er að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar, líkt og gerðist í flugtaki vélar Icelandair í gær, að sögn fyrrum flugmanns og sérfræðings í áfallahjálp við farþega sem lenda í uggvænlegum uppákomum í háloftunum. 7.3.2006 17:38
Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. 7.3.2006 17:34
16 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri Það virðist ekkert lát á hraðakstri ökumanna. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan sjö í morgun. Allir ökumenn voru að keyra innanbæjar og fimm þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði voru að keyra í nágrenni við skóla þar sem hámarkshraði er 30 km. 7.3.2006 16:52
Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. 7.3.2006 16:22
Spron styrkir Hjálparsíma RKÍ Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 hefur hlotið þriggja milljón króna styk frá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Styrkurinn var afhentur á aðalfundi SPRON í gærkvöldi. Hjálparsíninn 1717 hefur verið starfræktur síðan árið 2002 og gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlutstun til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda vegna ýmissa erfiðleika. 7.3.2006 16:08
Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. 7.3.2006 15:50
Sinntu öryggishlutverki sínu Broddi Broddason, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því alfarið að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig í fréttaflutningi af jarðskjálftanum við Kleifarvatn í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi á Alþingi í gær Ríkisútvarpið fyrir að sinna öryggishlutverki sínu ekki sem skildi í fréttaflutningi af skjálftanum í gær. 7.3.2006 15:18
Kaupþing selur hlut sinn í Baugi Kaupþing banki seldi 8,75 prósenta hlut sinn í Baugi Group í dag og innleysti þar með 3,3 milljarða króna hagnað. Kaupendur eru fjárfestingafélagið Gaumur og Eignarhaldsfélagið ISP, félög í eigu Baugsfjölskyldunnar og Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 7.3.2006 13:31
Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey Ingólfur Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt ef yfirvöld ráðast í að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann segir margt betra við peningana að gera og fráleitt að eyða þeim í uppátæki Yoko sem sé einungis fjárplógsstarfsemi í nafni friðarátaks. 7.3.2006 13:24
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs af útlánum lækka á morgun úr 4,70 prósentum í 4,65 prósent af almennum lánum. Einnig er hægt að fá lán með 4,40 prósenta vöxtum en þá verður lántaki að greiða uppgreiðslugjald ef hann vill greiða lánið upp hraðar en samið er um í upphafi. 7.3.2006 13:00
Breytt vaktakerfi vegna óánægju vagnstjóra Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætós, hófst í morgun handa við að kynna vagnstjórum fyrirtækisins nýtt vaktakerfi sem taka á við af fyrra vaktakerfi sem valdið hefur mikilli óánægju meðal vagnstjóra. 7.3.2006 12:45
Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7.3.2006 12:30
Farþegar ekki í sérstakri hættu Ekkert í frumrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa á atvikinu þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, bendir til að farþegar og áhöfn hafi verið í sérstakri hættu. 7.3.2006 12:15
Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. 7.3.2006 12:13
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. 7.3.2006 12:04
Hræðast samkeppni Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus segist handviss um að verslunarkeðjan fái lóð í Reykjavík fyrr eða síðar. Byko og Húsasmiðjan séu hrædd við samkeppni, enda myndi Bauhaus bjóða meira vöruúrval og verð myndi lækka um tuttugu prósent. 7.3.2006 11:53
Svindl í nafni UNICEF Greint var frá því í fréttum RÚV í gær að dæmi væru um að einstaklingar svindluðu pening frá aðilum í íslenskri ferðaþjónsutu í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, eða annarra samtaka. UNICEF á Íslandi hefur sent frá sér frettatilkynningu til að koma eftirfarandi á framfæri: 7.3.2006 11:32