Fleiri fréttir

Máli sr. Hans Markúsar vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjaness vísað í morgun frá dómi máli sem séra Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur í Garðasókn, höfðaði á hendur Matthíasi Guðmundi Péturssyni, Arthur Knut Farestveit, Friðriki Hjartar, Nönnu Guðrúnu Zoëga og íslensku þjóðkirkjunni vegna tilflutnings hans í starfi.

SUF hvetur stjórnvöld til að aðstoða við ættleiðingar

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á Íslensk stjórnvöld að leita leiða til að aðstoða kjörforeldra við ættleiðingar. Í nágrannalöndunum séu veittir styrkir til að vega upp á móti miklum kostnaði við ættleiðingar, en enga slíka aðstoð sé að fá hér á landi.

Mikið um búferlaflutninga til og frá Íslandi 2005

Töluvert var um búferlaflutninga til og frá Íslandi á síðasta ári. Aðfluttir umfram brottfluttir voru hátt í 4.000 en árið áður voru þeir 530. Er þetta rúmlega sjöföldun milli ára. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra voru rúmlega 68.000 breytingar á lögheimili skráðar í þjóðskrá. Þar af var í rúmlega 56.000 tilvika um að ræða búferlaflutninga innanlands.

VG í Reykjavík vill slíta samstarfi um Strætó

Vinstri grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Strætó, og að rekstur almenningsvagna eigi að verða hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Launamisrétti í sögulegu hámarki

Starfsgreinasambandið segir að forsendur kjarasamninga þess við ríkið og samtök atvinnulífsins séu brostnar ef lægstu laun á hinum almenna launamarkaði verða ekki hækkuð til samræmis við þær hækkanir sem launanefnd sveitarfélaganna leggur til.

Gera ekki kröfu um annað sætið

Konurnar sem komu næstar á eftir Önnu Kristinsdóttur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík gera ekki kröfu um annað sætið. Það lítur því út fyrir að tveir karlmenn leiði lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Stúdentakosningar í HÍ í dag og á morgun

Stúdentar við Háskóla Íslands velja í dag og á morgun nýja fulltrúa til þess að gæta hagsmuna sinna næsta árið. NFS leit við á kosningaskrifstofum tveggja fylkinga í gærkvöld þar sem frambjóðendur og sjálfboðaliðar unnu enn hörðum höndum.

365-miðlar stöðva birtingu auglýsingar frá Stefáni Jóni

365-miðlar hafa stöðvað birtingu á útvarpsauglýsingu frá Stefáni Jóni Hafstein, frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingar, á útvarpsstöðvum í eigu fyrirtækisins. Í auglýsingunni kemur fram að fólk geti spurt Stefán Jón í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu um málefni í tengslum við framboð hans.

Minnsti loðnukvóti í meira en áratug

Loðnuvertíðin nú í vetur er öll með miklum ólíkindum eftir að loks fékst 150 þúsund tonna kvóti, sem er reyndar sá minnsti í meira en áratug. Engar loðnubræðslur eru í gangi nema hvað ein og ein er gangsett daga og dag til að bræða úrgang frá loðnufrystingunni.

Forsendur kjarasamninga brostnar

Starfsgreinasambandið segir að forsendur kjarasamninga þess við ríkið og Samtök atvinnulífsins séu brostnar ef lægstu laun á hinum almenna launamarkaði verða ekki hækkuð til samræmis við þær hækkanir sem launanefnd sveitarfélaganna leggur til.

Þorskurinn verðmætastur söluafurða hjá Þorbirni Fiskanesi

Þorbjörn Fiskanes hf. seldi fiskafurðir fyrir tæpa 3,8 milljarða króna á síðasta ári. Á fréttavef Víkurfrétta segir að frystiskip félagsins hafi framleitt fiskafurðir fyrir um 1,8 milljarð króna og í fiskvinnslum félagsins í landi voru framleiddar fiskafurðir fyrir tæpa 2 milljarða, en það er um 10% aukning frá árinu 2004. Mest var verðmæti þorskafurða af heildarsölunni eða rúmir tveir milljarðar króna.

Silvía Nótt keppir í úrslitum

Útvarpsráð styður ákvörðun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, um að lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, sem skemmtikrafturinn Silvía Nótt flytur, haldi áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Efling hestamennsku á landsbyggðinni

Efla á hestamennsku á landsbyggðinni með styrkjum til bæta aðstöðuna. Landbúnaðarráðherra vonast til að hægt verði að jafna aðstöðu hestamanna á landsbyggðinni til jafns við aðstöðu þeirra á höfuðborgarsvæðinu.

Tekist á um myndir af Múhameð

Þekktir blaðamenn tókust á um myndbirtingar af Múhammeð spámanni í fjölmiðlum á pressukvöldi Blaðamannafélagsins í kvöld en það er vettvangur félagsmanna til umræðna um málefni líðandi stundar.

Þýsk menningarmál endurskipulög hér á landi

Til stendur að hætta starfsemi í þýsku menningarstofnuninni Goethe Zentrum hér á landi. Ekki er þó ætlunin að slíta menningartengslin við Ísland heldur efla þau og gera skilvirkari að sögn nýs menningarfulltrúa Þjóðverja hér á landi.

Tekinn á 142 kílómetra hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo ökumenn eftir að þeir höfðu mælst á of miklum hraða í dag. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hann ók á 112 kílómetra hraða en hinn síðari steig bensíngjöfina enn fastar því hann mældist á 142 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi.

Stúlkur vantar í keppni þeirra fegurstu á Vestfjörðum

Óvíst er hvort hægt verði að halda Fegurðarsamkeppni Vestfjarða þar sem enn hefur ekki tekist að fá nógu margar stúlkur til þátttöku til að hægt sé að halda keppnina. Leit að stúlkum er því haldið áfram og óskað eftir tilnefningum.

Kaupverðið allt að 20 milljarðar

Bílanaust, ásamt nokkrum fjárfestum, hefur keypt Olíufélagið. Mögulegar bótagreiðslur vegna ólögmæts samráðs fylgja ekki með í kaupunum. Verðið er ekki gefið upp en er talið vera hátt í 20 milljarðar króna.

Ríkið krefur olíufélögin um bætur

Ríkisstjórnin ætlar að krefja stóru olíufélögin þrjú um bætur vegna þess skaða sem ríkissjóður beið af völdum ólögmæts samráðs þeirra. Samkeppnisráð taldi að ávinningur olíufélaganna af samráðinu hefði numið sex milljörðum króna.

Bankastjórar á háum launum

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hafði um 12,4 milljónir í laun á mánuði, hluti launanna tengist kaupréttarsamningum, - og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, hafði um 6,9 milljónir. Ársreikningur bankans sýnir að laun og hlunnindi helstu stjórnenda bankans nemi um 840 milljónum króna.

Ófært um Ólafsfjarðarmúla

Ófært er um Ólafsfjarðarmúla vegna óveðurs, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða um land er hálka, snjóþekja eða hálkublettir.

Allt að fjögurra ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl

Enn hefur enginn verið handtekinn til viðbótar við ungt par, sem gripið var með fjögur kíló af amfetamíni við komuna frá París á föstudag. Eins og þessi mynd ber með sér er um mikið magn að ræða og er málið eitt það stærsta sem upp hefur komið í Leifsstöð til þessa.

Tryggingafélög virðast brjóta lög

Tryggingafélögin virðast brjóta lög með því að neita fólki um sjúkratryggingar gegn ákveðnum sjúkdómum á grundvelli upplýsinga um arfgenga sjúkdóma foreldra og systkina. Persónuvernd segir að friðhelgi einkalífsins sé ekki virt og Fjármálaeftirlitið skoðar framkvæmd þessara mála.

Íslenskur friðargæsluliði í stórhættu

Íslenskur friðargæsluliði í Afganistan var í stórhættu þegar ævareiðir múslímar réðust á búðir sem hann var staddur í og brenndu bifreið hans. Utanríkisráðuneytið varar Íslendinga við að ferðast til Mið-Austurlanda vegna ólgunnar sem þar er út af myndbirtingum af spámanninum Múhameð.

Viðræðum um varnarmál vonandi að ljúka

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, segist stefna að því að viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins, ljúki á næstu vikum. Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna voru teknar upp á nýjan leik í Washington um síðustu helgi.

Löggan og Vegagerðin deila

Lögreglan á Akureyri og starfsmenn Vegagerðinnar deila um það í tölvupóstum manna á milli hvort rétt hafi verið af lögreglunni að tilkynna um hálku á Öxnadalsheiðinni í gær.

Víða hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru víða á landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Snjóþekja eða hálka er í uppsveitum Árnessýslu og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Vilja slíta samstarfinu um Strætó

Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum.

Fleiri framfaraspor stigin

Framfaraspor verða áfram stigin í þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar næstu árin, sögðu borgarfulltrúar R-listans í bókun við umræður í borgarstjórn um áætlun borgarinnar næstu þrjú árin.

Ríki og fyrirtæki hækki lægstu laun

Formannafundur Starfsgreinasambandsins sem haldinn var í dag, krefst þess að bæði ríkið og Samtök atvinnulífsins, beiti sér nú þegar fyrir hækkun lægstu launa til samræmis við þá launaviðbót sem Launanefnd sveitarfélaga leggur til.

Vilja fá að taka afstöðu til sölunnar

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn samþykktu á borgarstjórnarfundi í dag að skora á stjórn Landsvirkjunar að bera söluna á Laxárstöð undir eigendur Landsvirkjunar; ríki, borg og Akureyrarbæ.

Varað við ferðum til Sýrlands og Líbanons

Utanríkisráðuneytið ráðleggur íslenskum ríkisborgurum frá því að ferðast til Sýrlands og Líbanons eins og sakir standa. Ástæðan fyrir þessu eru atburðir síðustu daga og ótryggt ástand í löndunum vegna deilna um skopmyndir af spámanninum Múhameð sem birtust í danska blaðinu Jótlandspóstinum.

Ríkið sýknað af bótakröfu

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta.

Dorrit erlendis í fríi

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er nú stödd erlendis í fríi. Eins og kunnugt er fékk hún aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í síðustu viku. Dorrit fór í rannsóknir í síðustu viku vegna aðsvifsins en enn hefur ekkert komið út úr þeim rannsóknum.

Marklaus þriggja ára áætlun

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir.

VSB átti lægsta boð

VSB verkfræðistofa í Hafnarfirði átti lægsta tilboðið í eftirlit með framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika.

Vöxtur fram úr björtustu vonum

Vöxtur þorsks í kvíum Brims fiskeldis í Eyjafirði er framar björtustu vonum segir Sigþór Eiðsson stöðvarstjóri og telur hitastig sjávar hafa greinileg áhrif á vöxtinn. Alls eru um 470 tonn af þorski í kvíum Brims fiskeldis en það eru um 363 þúsund fiskar.

Silvía Nótt áfram með

Útvarpsráð hefur ákveðið að vísa ekki laginu "Til hamingju Ísland", sem Silvía Nótt flytur, úr Söngvakeppni Sjónvarpsins, þótt lagið hafi lekið út á netið. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag.

Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá almenningi

Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla.

Endanlegur framboðslisti ekki ákveðinn

Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið.

Gestur tilnefndur í 5. sæti á lista Framsóknar?

Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið.

Ríkið í mál við olíufélögin

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fara í mál við olíufélögin vegna verðsamráðs þeirra. Stjórnvöld senda stóru olíufélögunum kröfugerð vegna þess tjóns sem ríkið varð fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir