Innlent

Tekist á um myndir af Múhameð

MYND/ap

Þekktir blaðamenn tókust á um myndbirtingar af Múhameð spámanni í fjölmiðlum á pressukvöldi Blaðamannafélagsins í kvöld en það er vettvangur félagsmanna til umræðna um málefni líðandi stundar.

Umræðuefnið að þessu sinni var árekstur menningarheima í tengslum við birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð spámanni sem hefur verið eitt heitasta umræðuefnið í heiminum um þessar mundir.

Skiptar skoðanir voru á því hvort myndbirtingarnar hafi átt rétt á sér og hvort rétt væri að birta myndirnar nú til að varðveita tjáningarfrelsið. Á fundinum kom meðal annars fram að mikilvægt væri að láta ekki hótanir eða ofbeldi ráða því hvað birt væri hverju sinni enda væri þetta ekki í fyrsta skipti sem múslimar beita ofbeldi vegna birtingar á efni sem þeim þætti óviðeigandi. Í því sambandi var minnt á morðið á Theo Van Gogh sem myrtur var í Hollandi vegna kvikmyndar sinnar. Eins kom fram að það væri aðeins lítill minnihlutahópur múslima sem hefur haft í hótunum eða beitt ofbeldi vegna myndbirtingarinnar og af tillitsemi við meirihluta múslima ætti ekki að birta myndirnar. Flestir voru sammála því að umræðan um myndbirtinguna væri nauðsynleg og ganleg öllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×