Innlent

Mikið um búferlaflutninga til og frá Íslandi 2005

Hagstofan.
Hagstofan. MYND/Einar Ólason

Töluvert var um búferlaflutninga til og frá Íslandi á síðasta ári. Aðfluttir umfram brottfluttir voru hátt í 4.000 en árið áður voru þeir 530. Er þetta rúmlega sjöföldun milli ára. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Þar kemur fram að í fyrra voru rúmlega 68.000 breytingar á lögheimili skráðar í þjóðskrá. Þar af var í rúmlega 56.000 tilvika um að ræða búferlaflutninga innanlands.

Í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í millilandaflutningum. 7.773 fluttu til landsins og 3.913 frá því. Þar munar mest um flutninga til Austurlands en þar voru aðfluttir umfram brottflutta rúmlega 115 á hverja 1.000 íbúa.

Sé litið til innanlandsflutninga til og frá Austurlandi vekur athygli að brottfluttir Austfirðingar voru fleiri en aðfluttir.

Það vekur einnig athylgi að á höfuðborgarsvæðinu í heild voru brottfluttir í innanlandsflutningum heldur fleiri en aðfluttir.

Mestur tilflutningur innanlands var til landsvæða næst höfuðborgarsvæðinu, einkum á Suðurnesjum.

Nær tveir af hverjum þremur flutningum innanlands í fyrra urðu vegna flutninga innan sveitarfélags. Tæpleag 33 á hverja 1.000 íbúa fluttust milli landsvæða en tæplega 38 á hverja 1.000 íbúa fluttu búferlum milli sveitarfélaga innan sama landsvæðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×