Innlent

Silvía Nótt áfram með

Silvía Nótt flytur lagið "Til hamingju Ísland" í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Silvía Nótt flytur lagið "Til hamingju Ísland" í Söngvakeppni Sjónvarpsins. MYND/Heiða
Útvarpsráð hefur ákveðið að vísa ekki laginu "Til hamingju Ísland", sem Silvía Nótt flytur, úr Söngvakeppni Sjónvarpsins, þótt lagið hafi lekið út á netið fyrir keppni.

Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag.

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hafði áður ákveðið að laginu skyldi ekki vísað úr keppni og lagði Kristján Hreinsson því fram stjórnsýslukæru í málinu.

Útvarpsráð fjallaði um kæruna á fundi sínum í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að kæra ákvörðun útvarpsstjóra til ráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×