Innlent

Máli sr. Hans Markúsar vísað frá dómi

Sr. Hans Markús Hafsteinsson
Sr. Hans Markús Hafsteinsson MYND/Gunnar V. Andrésson

Héraðsdómur Reykjaness vísað í morgun frá dómi máli sem séra Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur í Garðasókn, höfðaði á hendur Matthíasi Guðmundi Péturssyni, Arthur Knut Farestveit, Friðriki Hjartar, Nönnu Guðrúnu Zoëga og íslensku þjóðkirkjunni vegna tilflutnings hans í starfi.

Í fyrra stóðu yfir miklar deilur í Garðasókn. Séra Hans Markús krafðist þess að úrskurður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar frá því síðasta sumar, um tilflutninginn, yrði ógiltur. En þeirri kröfu var vísað frá og honum gert greiða stefndu málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×