Innlent

Kaupverðið allt að 20 milljarðar

Bensínstöð ESSO, sem nú er í eigu Bílanausts.
Bensínstöð ESSO, sem nú er í eigu Bílanausts. MYND/Heiða

Bílanaust, ásamt nokkrum fjárfestum, hefur keypt Olíufélagið. Mögulegar bótagreiðslur vegna ólögmæts samráðs fylgja ekki með í kaupunum. Verðið er ekki gefið upp en er talið vera hátt í 20 milljarðar króna.

Það voru margir um hituna, samkvæmt upplýsingum NFS. Ákveðið var að ganga til samninga við Bílanaust, núverandi hluthafa, stjórnendur og nokkra aðra fjárfesta um sölu á Olíufélaginu.

"Ekki er gefið upp hvað var borgað fyrir Olíufélagið en það er ef til vill vísbending um verðmiðann að velta þess á þessu ári er áætluð 26 milljarðar króna.

"Við ætlum að nýta sölukerfi Olíufélagsins um land allt," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts. "Olíufélagið er með hundrað olíustöðvar sem opnast fyrir vörur Bílanausts. Síðan munum við opna okkar verslanir fyrir vörum Olíufélagsins. Þannig ætlum við að ná út úr þessu meiri hagkvæmni."

Samkvæmt upplýsingum sem NFS hefur aflað sér á fjármálamarkaði og er byggt á veltutölum og mati á hagnaði hefur kaupverðið verið á bilinu 15-20 milljaðrar króna - væntanlega nærri hærri tölunni. Bílanaust er mun minna félag en Olíufélagið - velta þess er áætluð 4,6 milljarðar króna en eins og fyrr segir er talið að velta Olíufélagsins nemi 26 milljarðar á árinu.

Bílanaust kaupir ekki þann kött í sekknum að þurfa að axla ábyrgð á bótagreiðslum vegna ólögmæts samráðs - þeim kaleik heldur seljandinn eftir.

"Öll slík mál snúa að Keri hf. sem er forveri Olíufélagssins og hefur gömlu kennitöluna þannig að nýja Olíufélagið, sem við vorum að kaupa er stofnað 2001 og á enga aðild að slíku máli," segir Hermann.

HERMANN






Fleiri fréttir

Sjá meira


×