Fleiri fréttir Upplýstu sex fíkniefnamál Sex fíkniefnamál og vopnalagabrot komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt. Við leit í tveimur húsum og á fólki fannst amfetamín, kókaín, hass og marijúana, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið. Þá var lagt hald á rafstuðbyssu, hnífa og kylfur. 20.1.2006 09:00 Haldið í gíslingu í tvo tíma Tvítugri íslenskri stúlku var haldið í tvo tíma í gíslingu í Naíróbí í Kenýa ásamt fleira fólki á föstudaginn fyrir viku. Fimm vopnaðir ræningjar réðust þá inn í húsið og ógnuðu fólki með skotvopnum meðan þeir hrifsuðu til sín skartgripi og verðmæti, engum skotum var þó hleypt af. 20.1.2006 08:45 Tildrög slyssins rannsökuð í dag Rannsóknanefnd bílslysa er væntanleg til Ísafjarðar í dag til að rannsaka tildrög banaslyss, sem varð á Óshlíðarvegi á milli Ísafjarðar og Hnífsdals síðdegis í gær, þegar ung kona missti stjórn á bíl sínum í flug hálku með þeim afleiðingum að bíllinn hafanði ofan í sjó. 20.1.2006 08:30 28 milljarða hagnaður Baugs Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar. 20.1.2006 07:11 Gefur ekki upp hvort fleiri gætu tengst málinu Lögfræðingur Landspítalans vill ekki tjá sig um það hvort fleiri geti tengst meintu fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans á árunum 2002 til 2004. Málið er til rannsóknar hjá Ríkislögreglustjóra. Upphæðin sem um ræðir hleypur á milljónum króna. 19.1.2006 22:56 Ný heilsugæslustöð Ný heilsugæslustöð sem þjónar um níu þúsund íbúum í Voga- og Heimahverfi var vígð í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra afhenti húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ að viðstöddu fjölmenni. 19.1.2006 22:16 Þorrinn hefst með Bóndadegi á morgun Þorrinn hefst á morgun með tilheyrandi þorramat og þorrablótum. Bóndadagur markar upphaf Þorrans en samkvæmt hefðinni eiga karlmenn að vakna árla morguns og hoppa um hálfnaktir á einum fæti í kringum hús sitt. 19.1.2006 22:08 Viðgerð lokið á ljósleiðara við Hvalfjarðargöng Internetsamband er komið aftur á til viðskiptavina Og Vodafone á Akranesi og nágrenni en ljósleiðari fór í sundur rétt við Hvalfjarðargöngin á þriðja tímanum í dag. 19.1.2006 21:48 Beint flug með Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar Iceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí segir í tilkynningu frá félaginu. Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur. 19.1.2006 20:46 Ekkert óeðlilegt við viðskipti KB banka með íbúðabréf segir Fjármálaeftirlitið Fjáramálaeftirlitið telur ekki ástæðu til að skoða frekar viðskipti KB banka með íbúðabréf á degi sem Íbúðalánasjóður var með útboð á íbúðabréfum sínum í lok nóvember á síðasta ári 19.1.2006 20:29 Meint fjármálamisferli á Landspítalanum í rannsókn Meint fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans er til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Einum starfsmanni hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa verið viðriðinn málið. 19.1.2006 20:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan sjómann Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veiks skipverja um borð í bát sem staddur var 25 sjómílur vestur af Snæfellsnesi sem er um 2 og ½ tíma siglingu frá Ólafsvík. 19.1.2006 20:11 Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi á árunum 1995 til 2004. Þetta sýna skattaskýrslur OECD. Ísland er nú komið í hóp þeirra tíu ríkja þar sem skattbyrði er þyngst. Núverandi stjórnarflokkar settust að völdum árið 1995 og hafa síðan verið iðnir við að halda því fram að þeir væru að lækka skatta. 19.1.2006 19:54 Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt á morgun Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt óbreytt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Þing kemur saman á morgun en frumvarpið er eina málið á dagskrá. 19.1.2006 19:48 Ung kona beið bana þegar bíll sem hún ók fór út af Hnífsdalsvegi og hafnaði í sjó Ung kona, innan við tvítugt, beið bana síðdegis þegar bíll sem hún ók fór út af Hnífsdalsvegi og hafnaði í sjó. Neyðarlínunni barst tilkynning um slysið klukkan rúmlega fjögur í dag. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir voru sendar á vetvang og voru aðstæður á slysstað erfiðar. 19.1.2006 18:26 Sparisjóður Hafnarfjarðar dæmdur í Hæstarétti til að greiða manni 33 milljónir Sparisjóður Hafnarfjarðar var dæmdur í Hæstarétti í dag til að greiða manni skaðbætur uppá tæplega 33 milljónir vegna vanrækslu starfsmanna Sparisjóðsins. Vegna mistaka starfsfólksins féll fullnusturéttur á hendur útgefanda niður og taldi maðurinn sig því hafa orðið fyrir fjárhagstjóni sem upphæðinni nemur. 19.1.2006 17:54 Ríkisskattstjóri fellst á að einkennisklæðnaður ákveðinna stétta sé skattfrjáls Ríkisskattstjóri hefur tekið til greina ábendingar BSRB varðandi skattlagningu einkennisfatnaðar sem ákveðnar stéttir þurfa að klæðast vegna starfs síns. 19.1.2006 16:33 Ljósleiðari fór í sundur Ljósleiðari fór í sundur rétt við Hvalfjarðargöngin á þriðja tímanum í dag. Viðskiptavinir Og Vodafone á Akranesi og nágrenni eru netsambandslausir vegna þessa og er viðgerð þegar hafin. Ljósleiðarinn fór í sundur vegna jarðvegsvinnu. 19.1.2006 16:25 Samningur um miðlæga stýringu umferðarljósa undirritaður Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa undirritað samning við Siemens um nýtt vöktunar- og stýrikerfi fyrir umferðarljós í Reykjavík. Samningurinn hljóðar uppá sextíú og fimm milljónir króna og mun kostnaður þessi skiptast jafnt á milli aðila. 19.1.2006 15:38 Hjálparsveit skáta í Hveragerði fær 1.000.000 kr styrk úr Pokasjóði ÁTVR Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, og Bjarni Finnson formaður stjórnar Pokasjóðs færðu Hjálparsveitinni í Hveragerði eina milljón króna í styrk til kaup á tækjum fyrir sveitina. 19.1.2006 15:14 Lýsa yfir áhyggjum af stöðu leikskólamála í borginni Samtökin Börnin okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík, lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Eins og greint var frá í gær komst samráðshópur um kjaramál leikskólakennara, sem skipaður var til að koma með hugmyndir að lausnum fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á morgun, ekki að neinni niðurstöðu og því er hugsanlegt að margir leikskólakennarar segi upp á næstunni. 19.1.2006 14:10 Lóðaúthlutun á Akranesi og í Borgarbyggð þrefaldast á milli ára Lóðaúthlutun undir íbúðir á Akranesi og í Borgarbyggð ríflega þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005 eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns og Skessuhorn greinir frá. Lóðum undir 86 íbúðir var úthlutað árið 2004 en 279 lóðum í fyrra. 19.1.2006 13:30 Reyna að finna starfsfólk með óhefðbundinni leið Viðvarandi mannekla veldur því að draga ekki er hægt að taka inn nýja vistmenn á dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa farið heldur óhefðbundna leið til að vekja áhuga fólks á störfum á heimilinu og fólk allt niður í tíu ára hefur sýnt áhuga á störfunum. 19.1.2006 12:45 Allt á uppleið í Kauphöllinni Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun. 19.1.2006 12:37 Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur. 19.1.2006 12:19 Átök um réttmæti Núpsvirkjunar Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar. Oddvitinn segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging meðan aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma. 19.1.2006 12:12 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána. 19.1.2006 12:02 Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.-4. sætið Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað til fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkomandi. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans síðast liðin tvö kjörtímabil og á sæti í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ennfremur er Sigrún formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Sigrún Elsa er matvælafræðingur að mennt. 19.1.2006 09:45 Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri 42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. 19.1.2006 09:13 Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína. 19.1.2006 08:15 Tíu sérfræðingar á fund nefndar vegna kjaradómsmáls Að minnsta kosti tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um kjaradómsfrumvarpið, sem hefst klukkan hálfníu. Hefur Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan ellefu, verið frestað til hálftvö vegna þess. 19.1.2006 08:00 Fjórir bílar ultu í einu Engan sakaði þegar fjórir bílar ultu í einu út af þjóðveginum um Norðurárdal í gær. Það gerðist með þeim hætti að ökumaður bílaflutningabíls, sem var með þrjá bíla á pallinum, sveilgði út í kant til að koma í veg fyrir árekstur við bíl sem kom úir gagnstæðri átt, en missti bílinn út af og hann valt, með hina þrjá með sér. Mikið eignatjón varð og tók nokkurn tíma að tína alla bíla upp á veginn aftur. 19.1.2006 07:45 Útvegsmenn halda rækjukvótanum Útvegsmenn, sem eiga rækjukvóta, munu ekki missa hann þótt þeir nýti hann ekki, jafnvel svo nokkrum árum skipti, og ekki verður innheimt veiðigjald af rækjukvótanum. Þeta er gert í ljósi þess að rækjuveiðarnar hafa hrunið á skömmum tíma og engar vísbendingar eru um hvenær rækjustofninn nær sér á ný. 19.1.2006 07:30 Segja leikskólakennarar upp? Búist er við að margir leikskólakennarar í Reykjavík og eftilvill víðar, muni segja upp eftir að nefndin, sem borgarstjóri skipaði fyrir jól til að móta tillögur um kjör þeirra fyrir launamálaráðstefnu Sveitarfélaganna, sem haldin verður á morgun, komst ekki að neinni niðurstöðu. Vonast var til að tillögurnar yrðu stefnumótandi fyrir sveitarfélög almennt, en á ráðstefnunni verður ekki reynt að leiða til lykta deilur einstakra hópa við einstök sveitarfélög. 19.1.2006 07:12 Geir fundaði með utanríkisráðherra Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands telur ekkert knýja á um að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Á fundi með Geir Haarde í morgun lýsti hann jafnframt ánægju með aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. 18.1.2006 22:36 Fimm keppendur komust áfram Forkeppni fyrir Matreiðslumann ársins fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í dag. Keppnin var hörð í ár sem endranær og matreiðslumennirnir töfruðu fram hverja kræsinguna á fætur annarri. 18.1.2006 22:30 Sameining SBK og Kynnisferða SKB í Keflavík og Kynnisferðir ehf. hafa sameinast en um síðustu áramóti keyptu Kynnisferðir 60% hlutafjár í SBK en áttu fyrir 40%. Í fréttatilkynningu frá Kynnisferðum segir að með sameiningu þessara tveggja félaga er þess vænst að sú góða þjónusta sem SBK hefur veitt Suðurnesjabúum hingað til verði ekki minni en hún hefur verið. SBK mun áfram sjá um akstur strætisvagna, skólabíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 18.1.2006 22:23 Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent. 18.1.2006 21:14 Í gæsluvarðhaldi til 10. mars Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi. 18.1.2006 20:05 Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi. 18.1.2006 20:02 Kjararýrnun hjá 90% þjóðarinnar 90% íslensku þjóðarinnar hafa orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og hann segir að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi séu einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi. 18.1.2006 19:15 Alþingi þarf að fara varlega Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að Alþingi verði að fara varlega í að afgreiða frumvarp um kjaradóm og kjaranefnd sem nú liggur fyrir. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis útilokar ekki að það dragist fram yfir helgi að afgreiða frumvarpið. Rísi dómsmál, ef frumvarpið verður að lögum, verða allir starfandi dómarar vanhæfir til að fjalla um málið. 18.1.2006 19:06 Útlit fyrir að fjölmargir leikskólakennarar segji upp störfum Ekkert samkomulag og engar tillögur koma frá samráðshópi um kjaramál leikskólakennara sem ætlað var að leggja fram tillögur um úrbætur á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag. Vinnuhópurinn hélt sinn síðasta fund í dag og komst ekki að neinni niðurstöðu. 18.1.2006 18:59 Neytendasamtökin harma ákvörðun forsætisráðherra Formaður Neytendasamtakanna harmar að forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að verða við ósk samtakanna um fulltrúa í nefnd þeirri sem skipuð var til að kanna hátt matvælaverð hér á landi. Formaður samtakanna vonast til að forsætisráðherra endurskoði þá ákvörðun sína. 18.1.2006 18:08 2,7% atvinnuleysi Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%. 18.1.2006 17:59 Sjá næstu 50 fréttir
Upplýstu sex fíkniefnamál Sex fíkniefnamál og vopnalagabrot komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt. Við leit í tveimur húsum og á fólki fannst amfetamín, kókaín, hass og marijúana, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið. Þá var lagt hald á rafstuðbyssu, hnífa og kylfur. 20.1.2006 09:00
Haldið í gíslingu í tvo tíma Tvítugri íslenskri stúlku var haldið í tvo tíma í gíslingu í Naíróbí í Kenýa ásamt fleira fólki á föstudaginn fyrir viku. Fimm vopnaðir ræningjar réðust þá inn í húsið og ógnuðu fólki með skotvopnum meðan þeir hrifsuðu til sín skartgripi og verðmæti, engum skotum var þó hleypt af. 20.1.2006 08:45
Tildrög slyssins rannsökuð í dag Rannsóknanefnd bílslysa er væntanleg til Ísafjarðar í dag til að rannsaka tildrög banaslyss, sem varð á Óshlíðarvegi á milli Ísafjarðar og Hnífsdals síðdegis í gær, þegar ung kona missti stjórn á bíl sínum í flug hálku með þeim afleiðingum að bíllinn hafanði ofan í sjó. 20.1.2006 08:30
28 milljarða hagnaður Baugs Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar. 20.1.2006 07:11
Gefur ekki upp hvort fleiri gætu tengst málinu Lögfræðingur Landspítalans vill ekki tjá sig um það hvort fleiri geti tengst meintu fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans á árunum 2002 til 2004. Málið er til rannsóknar hjá Ríkislögreglustjóra. Upphæðin sem um ræðir hleypur á milljónum króna. 19.1.2006 22:56
Ný heilsugæslustöð Ný heilsugæslustöð sem þjónar um níu þúsund íbúum í Voga- og Heimahverfi var vígð í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra afhenti húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ að viðstöddu fjölmenni. 19.1.2006 22:16
Þorrinn hefst með Bóndadegi á morgun Þorrinn hefst á morgun með tilheyrandi þorramat og þorrablótum. Bóndadagur markar upphaf Þorrans en samkvæmt hefðinni eiga karlmenn að vakna árla morguns og hoppa um hálfnaktir á einum fæti í kringum hús sitt. 19.1.2006 22:08
Viðgerð lokið á ljósleiðara við Hvalfjarðargöng Internetsamband er komið aftur á til viðskiptavina Og Vodafone á Akranesi og nágrenni en ljósleiðari fór í sundur rétt við Hvalfjarðargöngin á þriðja tímanum í dag. 19.1.2006 21:48
Beint flug með Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar Iceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí segir í tilkynningu frá félaginu. Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur. 19.1.2006 20:46
Ekkert óeðlilegt við viðskipti KB banka með íbúðabréf segir Fjármálaeftirlitið Fjáramálaeftirlitið telur ekki ástæðu til að skoða frekar viðskipti KB banka með íbúðabréf á degi sem Íbúðalánasjóður var með útboð á íbúðabréfum sínum í lok nóvember á síðasta ári 19.1.2006 20:29
Meint fjármálamisferli á Landspítalanum í rannsókn Meint fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans er til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Einum starfsmanni hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa verið viðriðinn málið. 19.1.2006 20:18
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan sjómann Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veiks skipverja um borð í bát sem staddur var 25 sjómílur vestur af Snæfellsnesi sem er um 2 og ½ tíma siglingu frá Ólafsvík. 19.1.2006 20:11
Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi á árunum 1995 til 2004. Þetta sýna skattaskýrslur OECD. Ísland er nú komið í hóp þeirra tíu ríkja þar sem skattbyrði er þyngst. Núverandi stjórnarflokkar settust að völdum árið 1995 og hafa síðan verið iðnir við að halda því fram að þeir væru að lækka skatta. 19.1.2006 19:54
Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt á morgun Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt óbreytt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Þing kemur saman á morgun en frumvarpið er eina málið á dagskrá. 19.1.2006 19:48
Ung kona beið bana þegar bíll sem hún ók fór út af Hnífsdalsvegi og hafnaði í sjó Ung kona, innan við tvítugt, beið bana síðdegis þegar bíll sem hún ók fór út af Hnífsdalsvegi og hafnaði í sjó. Neyðarlínunni barst tilkynning um slysið klukkan rúmlega fjögur í dag. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir voru sendar á vetvang og voru aðstæður á slysstað erfiðar. 19.1.2006 18:26
Sparisjóður Hafnarfjarðar dæmdur í Hæstarétti til að greiða manni 33 milljónir Sparisjóður Hafnarfjarðar var dæmdur í Hæstarétti í dag til að greiða manni skaðbætur uppá tæplega 33 milljónir vegna vanrækslu starfsmanna Sparisjóðsins. Vegna mistaka starfsfólksins féll fullnusturéttur á hendur útgefanda niður og taldi maðurinn sig því hafa orðið fyrir fjárhagstjóni sem upphæðinni nemur. 19.1.2006 17:54
Ríkisskattstjóri fellst á að einkennisklæðnaður ákveðinna stétta sé skattfrjáls Ríkisskattstjóri hefur tekið til greina ábendingar BSRB varðandi skattlagningu einkennisfatnaðar sem ákveðnar stéttir þurfa að klæðast vegna starfs síns. 19.1.2006 16:33
Ljósleiðari fór í sundur Ljósleiðari fór í sundur rétt við Hvalfjarðargöngin á þriðja tímanum í dag. Viðskiptavinir Og Vodafone á Akranesi og nágrenni eru netsambandslausir vegna þessa og er viðgerð þegar hafin. Ljósleiðarinn fór í sundur vegna jarðvegsvinnu. 19.1.2006 16:25
Samningur um miðlæga stýringu umferðarljósa undirritaður Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa undirritað samning við Siemens um nýtt vöktunar- og stýrikerfi fyrir umferðarljós í Reykjavík. Samningurinn hljóðar uppá sextíú og fimm milljónir króna og mun kostnaður þessi skiptast jafnt á milli aðila. 19.1.2006 15:38
Hjálparsveit skáta í Hveragerði fær 1.000.000 kr styrk úr Pokasjóði ÁTVR Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, og Bjarni Finnson formaður stjórnar Pokasjóðs færðu Hjálparsveitinni í Hveragerði eina milljón króna í styrk til kaup á tækjum fyrir sveitina. 19.1.2006 15:14
Lýsa yfir áhyggjum af stöðu leikskólamála í borginni Samtökin Börnin okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík, lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Eins og greint var frá í gær komst samráðshópur um kjaramál leikskólakennara, sem skipaður var til að koma með hugmyndir að lausnum fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á morgun, ekki að neinni niðurstöðu og því er hugsanlegt að margir leikskólakennarar segi upp á næstunni. 19.1.2006 14:10
Lóðaúthlutun á Akranesi og í Borgarbyggð þrefaldast á milli ára Lóðaúthlutun undir íbúðir á Akranesi og í Borgarbyggð ríflega þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005 eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns og Skessuhorn greinir frá. Lóðum undir 86 íbúðir var úthlutað árið 2004 en 279 lóðum í fyrra. 19.1.2006 13:30
Reyna að finna starfsfólk með óhefðbundinni leið Viðvarandi mannekla veldur því að draga ekki er hægt að taka inn nýja vistmenn á dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa farið heldur óhefðbundna leið til að vekja áhuga fólks á störfum á heimilinu og fólk allt niður í tíu ára hefur sýnt áhuga á störfunum. 19.1.2006 12:45
Allt á uppleið í Kauphöllinni Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun. 19.1.2006 12:37
Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur. 19.1.2006 12:19
Átök um réttmæti Núpsvirkjunar Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar. Oddvitinn segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging meðan aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma. 19.1.2006 12:12
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána. 19.1.2006 12:02
Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.-4. sætið Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað til fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkomandi. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans síðast liðin tvö kjörtímabil og á sæti í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ennfremur er Sigrún formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Sigrún Elsa er matvælafræðingur að mennt. 19.1.2006 09:45
Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri 42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. 19.1.2006 09:13
Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína. 19.1.2006 08:15
Tíu sérfræðingar á fund nefndar vegna kjaradómsmáls Að minnsta kosti tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um kjaradómsfrumvarpið, sem hefst klukkan hálfníu. Hefur Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan ellefu, verið frestað til hálftvö vegna þess. 19.1.2006 08:00
Fjórir bílar ultu í einu Engan sakaði þegar fjórir bílar ultu í einu út af þjóðveginum um Norðurárdal í gær. Það gerðist með þeim hætti að ökumaður bílaflutningabíls, sem var með þrjá bíla á pallinum, sveilgði út í kant til að koma í veg fyrir árekstur við bíl sem kom úir gagnstæðri átt, en missti bílinn út af og hann valt, með hina þrjá með sér. Mikið eignatjón varð og tók nokkurn tíma að tína alla bíla upp á veginn aftur. 19.1.2006 07:45
Útvegsmenn halda rækjukvótanum Útvegsmenn, sem eiga rækjukvóta, munu ekki missa hann þótt þeir nýti hann ekki, jafnvel svo nokkrum árum skipti, og ekki verður innheimt veiðigjald af rækjukvótanum. Þeta er gert í ljósi þess að rækjuveiðarnar hafa hrunið á skömmum tíma og engar vísbendingar eru um hvenær rækjustofninn nær sér á ný. 19.1.2006 07:30
Segja leikskólakennarar upp? Búist er við að margir leikskólakennarar í Reykjavík og eftilvill víðar, muni segja upp eftir að nefndin, sem borgarstjóri skipaði fyrir jól til að móta tillögur um kjör þeirra fyrir launamálaráðstefnu Sveitarfélaganna, sem haldin verður á morgun, komst ekki að neinni niðurstöðu. Vonast var til að tillögurnar yrðu stefnumótandi fyrir sveitarfélög almennt, en á ráðstefnunni verður ekki reynt að leiða til lykta deilur einstakra hópa við einstök sveitarfélög. 19.1.2006 07:12
Geir fundaði með utanríkisráðherra Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands telur ekkert knýja á um að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Á fundi með Geir Haarde í morgun lýsti hann jafnframt ánægju með aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. 18.1.2006 22:36
Fimm keppendur komust áfram Forkeppni fyrir Matreiðslumann ársins fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi í dag. Keppnin var hörð í ár sem endranær og matreiðslumennirnir töfruðu fram hverja kræsinguna á fætur annarri. 18.1.2006 22:30
Sameining SBK og Kynnisferða SKB í Keflavík og Kynnisferðir ehf. hafa sameinast en um síðustu áramóti keyptu Kynnisferðir 60% hlutafjár í SBK en áttu fyrir 40%. Í fréttatilkynningu frá Kynnisferðum segir að með sameiningu þessara tveggja félaga er þess vænst að sú góða þjónusta sem SBK hefur veitt Suðurnesjabúum hingað til verði ekki minni en hún hefur verið. SBK mun áfram sjá um akstur strætisvagna, skólabíla og sérleyfisbifreiða milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 18.1.2006 22:23
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent. 18.1.2006 21:14
Í gæsluvarðhaldi til 10. mars Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Hérðasdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir 18 ára gömlum pilt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Úrskurðurinn um gæsluvarðhald gildir fram til 10. mars næstkomandi. 18.1.2006 20:05
Kristbjörg Kristinsdóttir staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra Halldór Ásgrímson forsætisráðherra boðaði Kristbjörgu Kristinsdóttur, staðarhaldara á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sinn fund í morgun til að kynna fyrir henni skýrslu Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum og hugmyndir þeirra um framtíðarstarfsemi. 18.1.2006 20:02
Kjararýrnun hjá 90% þjóðarinnar 90% íslensku þjóðarinnar hafa orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og hann segir að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi séu einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi. 18.1.2006 19:15
Alþingi þarf að fara varlega Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að Alþingi verði að fara varlega í að afgreiða frumvarp um kjaradóm og kjaranefnd sem nú liggur fyrir. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis útilokar ekki að það dragist fram yfir helgi að afgreiða frumvarpið. Rísi dómsmál, ef frumvarpið verður að lögum, verða allir starfandi dómarar vanhæfir til að fjalla um málið. 18.1.2006 19:06
Útlit fyrir að fjölmargir leikskólakennarar segji upp störfum Ekkert samkomulag og engar tillögur koma frá samráðshópi um kjaramál leikskólakennara sem ætlað var að leggja fram tillögur um úrbætur á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag. Vinnuhópurinn hélt sinn síðasta fund í dag og komst ekki að neinni niðurstöðu. 18.1.2006 18:59
Neytendasamtökin harma ákvörðun forsætisráðherra Formaður Neytendasamtakanna harmar að forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að verða við ósk samtakanna um fulltrúa í nefnd þeirri sem skipuð var til að kanna hátt matvælaverð hér á landi. Formaður samtakanna vonast til að forsætisráðherra endurskoði þá ákvörðun sína. 18.1.2006 18:08
2,7% atvinnuleysi Á fjórða ársfjórðungi 2005 var atvinnuleysi 2,7% en að meðaltali voru 4.400 manns án vinnu eða í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára en það var 7,9%. 18.1.2006 17:59