Innlent

Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt á morgun

Frumvarp um Kjaradóm og kjaranefnd verður að öllum líkindum afgreitt óbreytt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Þing kemur saman á morgun en frumvarpið er eina málið á dagskrá. °

Stjórnarandstaðan er sammála markmiði frumvarpsins en telur það gallað og stendur ekki að afgreiðslu málsins úr efnahags og viðskiptanefnd ásamt meirihlutanum. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu vilja að launahækkanir sem Kjaradómur úrskurðaði verði felldar úr gildi.

Hinsvegar hafi það flækt málin umtalsvert að þingið var ekki kallað saman milli jóla og nýjárs eins og stjórnarandstaðan vildi til að afnema úrskurðinn sem hefði þá aldrei komið til framkvæmda. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna réðu ráðum sínum áður en nefndin kom saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×