Innlent

Ný heilsugæslustöð

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. MYND/GVA
Ný heilsugæslustöð sem þjónar um níu þúsund íbúum í Voga- og Heimahverfi var vígð í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra afhenti húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ að viðstöddu fjölmenni.

 

Íbúar hverfisins hafa hingað til sótt heilsugæsluþjónustu á aðrar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þó einkum á Heilsugæslustöðina í Lágmúla.

 

Heilsugæslustöðin mun þjónusta stóran hóp fólks í Voga- og Heimahverfi en þar búa í kringum 9.000 manns. Hverfið sem Heilsugæslustöðin þjónustar markast af svæðum austan Dalbrautar norðan Laugardals og norðan Miklubrautar frá Grensásvegi að Elliðaárvogi.

 

 

Um aukna þjónustu er að ræða fyrir íbúa hverfisins en hún er staðsett á þriðju hæð verslunarmiðstöðvarinnar í Glæsibæ. Heilsugæslustöðin mun veita almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, slysa og bráðaþjónustu, símaráðgjöf og síðdegisvakt. Einnig verður þar veitt almenn heilsuvernd, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsuvernd aldraðra ásamt bólusetningu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×